Ólukka smárans

Ég fann magann herpast saman og hjartað hætta að slá þegar ég horfði á eftir einkasyninum renna fram af háa listaverkinu. Þið vitið, listaverkinu sem er fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Allt fullt af fólki og ég sá ekki hvernig drengurinn lenti. Ég dreif mig af stað og hvíslaði á meðan: "Láttu hann vera í lagi! Láttu hann vera í lagi!". Það sem mér létti þegar ég komst fram hjá þeim sem stóðu fyrir og sá prinsinn skrönglast á fætur fyrir neðan listaverkið. Hágrátandi og greinileg brugðið, en allavega lifandi.

Skyndikönnun skilaði litlum árangri en honum leið klárlega ekki vel. Við stóðum í hnapp, stelpurnar allar nýbúnar í hálfu maraþoni, og horfðum áhyggjufullar á hann fölna upp. Þegar maður er með svona dýrgrip tekur maður ekki meiri sénsa svo við drifum okkur uppá slysó. Prinsinn átti erfitt með að halda sér vakandi, rétt sýndi viðbrögð þegar höndin rakst í eitthvað. Shit. "Finnst þér hann ekki fölur?", spurði gamalreynd hjúkka í innrituninni. Ég jánkaði og sagð að það væri ekkert að ástæðulausu að ég væri mætt þarna. Drengurinn hafði jú fallið úr nokkurri hæð og lent á steinsteyptum kanti fyrir neðan. Ég þurfti ekki að segja mikið meira, við vorum drifin inn og uppá bekk.

Fleiri og fleiri stungu inn nefinu og vildu sjá listaverkastrákinn. Svo tóku við rannsóknir, það var potað í hann og klipið í hann, bankaði í hann og togað í hann. Hann var hlustaður, þreifaður og strokinn. Látinn skila þvagprufu. Mældur hiti, mældur blóðþrýstingur og púls. Röntengmyndaður í bak og fyrir. Allir mjög áhyggjufullir yfir þessum unga föla manni sem bar sig frekar aumlega.

En þau þekki ekki prinsinn minn... eftir rúmlega hálftíma veru og pot og þukl fór ég að þekkja minn mann aftur. Þegar við vorum búin að vera rannsökuð í fjörtíu og fimm mínútur gat ég sagt læknunum að það væri ekkert að honum, hann væri kominn aftur :) Og það var niðurstaðan... ja með smá snúningi... drengurinn er mikið marinn, á mjöðm, baki og handlegg. Hann er líka mikið bólginn á handlegg og mjöð. Með kúlu á enninu. En ótrúlega heppinn að slasast ekki alvarlega. Læknarnir vildu setja handlegginn í spelku en eftir smá umhugsun og eftir að hafa fylgst með manninum hlógu þau og sögðu: "Nei, þetta er ekki týpan fyrir spelku.. hann myndi aldrei hafa þolinmæði í það" og með það í farteskinu og forláta verðlaun fyrir góða hegðun yfirgáfum við spítalann. Jebb, eftirminnileg menningarnótt. Spennandi endi á eftirfylgni okkar við maraþonið... allir komust í mark og prinsinn slapp án teljandi meiðsla!

Á leiðinni heim varð mér litið á mælaborðið, þar lá forláta smári sem prinsinn hafði fundið við vegkanntinn þar sem við stóðum við Mýrargötu og biðum eftir að hvetja Snjóku áfram í hálfu maraþoni. "Mamma! Sjáðu hann hefur fimm lauf!", æpti prinsinn og hoppaði upp og niður af spenningi. Ég tók við honum og skoðaði rannsakandi. Mikið rétt, fimm blaða smári. Honum hlyti að fylgja mikil lukka, en betri en fjögra blaða smári hugsaði ég. En þar sem ég leit á hann á leiðinni heim með laskaðann prinsinn snérist mér hugur. Fimm blaða smári er örugglega ekki til lukku... nei þeir eru svona ólukku!


mbl.is Reykjavíkurmaraþonið hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

Þvílíkt fegin að það er í lagi með prinsinn, hann á inni verðlaun hjá mér líka fyrir daginn enda duglegur að bíða eftir mér.  Takk aftur kærlega fyrir aðstoðina, bananann og kókómjólkina

Snjóka, 23.8.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Einar Indriðason

Ouch!  Gott að þetta var ekkert meira heldur en kúla og mar, hjá prinsinum.  Varðandi smárann... já, 4 laufa smári er talinn vera lukkumerki, já.  En.. það er eins og mig minni að 5 blaða smári sé óheppnimerki.  Ég man ekki hvar ég sá þetta, og get því ekki vísað á nánari heimildir um þetta.

Einar Indriðason, 23.8.2008 kl. 19:16

3 Smámynd: Vilma Kristín

Eftir smá bakslag í gærkvöldi með handlegg prinsins virðist nú allt vera orðið eins gott og það getur orðið :)

Ég þarf að reyna að finna þetta með smárann, ég er þess fullviss að þetta var aljör ólukkupési. En samt ef maður veltir þessu meira fyrir sér þá þrátt fyrir ólukkuna að prinsinn húrraði þarna niður þá var ótrúleg lukka yfir því að hann slasaðist ekki. Svo kannski leynist lukka í ólukkunni, lán í óláni?

En ég sver það, ég get ekki beðið eftir að þessi drengur vaxi úr grasi og ég mun aldrei skilja úr hverju hann er gerður... í alvörunni... hann ætti oft að hafa slasað sig miðað við öll skakkaföllin. Og ég þekki engann sem er eins snöggur að hrista af sér heilahristing (enginn heilahristingur í tvö ár, sjö, níu, þrettán). Neibb, það má segja að hann sé "seigur" krakkinn :)

Vilma Kristín , 24.8.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Rebbý

hann er seigur prinsinn .... sennilega verið lán í óláni að hann hafi sloppið svona vel fyrst hann þurfti að falla svo 5blaða smári ætti að vera happamerki

Rebbý, 24.8.2008 kl. 15:27

5 identicon

Ææææ elsku prinsinn, gott að heyra að honum líður betur!! Voru ekki einhverjir sætir læknar þarna?

Hrund (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 16:20

6 Smámynd: Vilma Kristín

Uhh, sætir? Annað hvort er ég alveg hætt að sjá svoleiðis eða þeir voru þarna bara alls ekki. Annars sáum við mest kvenkyns lækna, kvenkyns röntgentækna og kvenkyns hjúkrunarfræðinga. Fór eitthvað lítið fyrir týpum eins og maður sér í ER eða Grays... Kannski var ég á röngu sjúkrahúsi....

Vilma Kristín , 24.8.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband