I'm in love...

Ég gat ekki slitið augun af unga manninum. Ég átti erfitt með að anda. Andstutt og með hjartað flöktandi sat ég í sófanum og blikkaði augunum ótt og títt. OMG! Ég var sannfærð um að hann væri að horfa beint á mig. Ég brosti og fann hvernig ég roðnaði. Ég vissi að það þýddi ekkert að reyna að tala við hann. Ég myndi bara hljóma eins og stamandi smástelpa.

Ég andvarpaði og kom mér betur fyrir í horninu á sófanum mínum. Þvílík lukka að fá að kúra svona og fylgjast með ástinni minni, einu og sönnu. Allt sem hann segir er svo sniðugt. Alls sem hann gerir er svo skemmtilegt. Hann er svo fallegur þegar hann brosir. Hann er svo fallegur þegar hann er miður sín. Hann er svo fallegur þegar hann er hamingjusamur. Hann er svo fallegur þegar hann er reiður. Hann bara er...

Ég var að semsagt að endurnýja kynnin við Jónas. Ég hef ekki hugsað um hann né séð hann í marga mánuði. En skyndilega er hann mættur inní stofu hjá mér og allar tilfinningarnar til hans spruttu upp að nýju. "Jónas...", hvísla ég og andvarpa aftur. Jónas Handsterki... bara ef hann væri ekki svona ungur. Bara ef hann væri ekki úr öðrum heimi. Bara ef hann væri ekki frægur leikari sem birtist okkur í hlutverki Hróa Hattar.

Ég er semsagt illa haldin að skólastúlknu skoti í útlenskum leikara. Skil þetta bara ekki. Þetta er svona álíka og þegar ég var skotin í leikaranum í Karate Kid fyrir fleiri árum en ég vil muna. Svona álíka og þegar ég mændi á allar myndir sem komst yfir af Duran Duran, og andvarpaði af einskærri ást. Ég er svona vonleysislega ástfangin af ímynd, af leikara í sjónvarpinu. Hversu glatað er það? Well, ef maður horfir á björtu hliðarnar.. þá þarf ég ekki að fara út á deit til að hitta Jónas. Neibb, hann kemur heim til mín einu sinni í viku, lætur ekki bíða eftir sér, sparar mér barnapössun og ég þarf ekki að eyða tímanum í að hafa áhyggjur af því hverju ég á að klæðast. Honum virðist vera alveg sama hvort ég er uppá klædd í kjól eða í joggingbuxum. Jónas er bestur og ég hlakka til að eiga í sambandi við hann fram eftir vetri... jafnvel þó þættirnir sem hann er í séu ekki þeir bestu í heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ohh hélt í alvörunni að námskeiðið mitt hefði borið árangur .... verð að taka þig betur í gegn "keddla"

Rebbý, 24.8.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Snjóka

Heyrðu já, ég gleymdi að horfa á þennan "lover-boy" þinn.  Þarf að redda því fljótlega

Rebbý, hvenær er annars prófið?

Snjóka, 25.8.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband