Fórnarlamb :)

Ég stóđ á milli tveggja stćđilegra lögreglumanna í fullum skrúđa. Stóđ á milli ţeirra og starđi inn um stofugluggann minn. Annar lögreglumađurinn mundađi myndavél af miklum móđ, alveg eins og atvinnumađur. Fyrir innan gleriđ sat Millie og gerđi allt sem hún gat til ađ vekja athygli á sér.

Ţarna sat hún og klessti nefinu ađ rúđunni. Ţarna sat hún og lagđi eyrun aftur. Ţarna sat ţessi ríflega 10 ára gamli köttur og setti upp kettlingasvip og sló létt á rúđuna. Lögreglumađurinn lét ţađ ekki slá sig útaf laginu og hélt áfram ađ smella af, inn í gegnum gluggann minn á međan kötturinn ţvćldist fyrir. Ég er viss um ađ myndavél lögreglunnar er full af myndum af fallegum bláum ketti međ leiftrandi grćn augu.

Og ţarna stóđ ég og reyndi ađ halda mig í skjóli viđ annan lögreglumanninn, enda voru ţeir vel klćddir en ég bara úti á bolnum. "Hvađ er eiginlega međ veđriđ?", spurđi skjólgóđi lögreglumađurinn og hristi höfuđiđ. Ég yppti öxlum og reyndi ađ hrista í mig hita. Hinn hélt áfram ađ taka myndir. Góđa stund rćddu lögreglumennirnir saman eftir ađ hafa komiđ sér í skjól undir vegg.

Eftir fjölda áskorana lét ég semsagt verđa af ţví ađ hringja á lögregluna í dag til ađ fá skýrslu gerđa. Jú, jú, mikiđ rétt áliktađ hjá mér, niđurstađa lögreglunar er ađ á rúđunni séu göt eftir loftrifill. Ég er semsagt fórnarlamb. Ekki fórnarlamb "drive by shooting" heldur fórnarlamb "walk by shooting". Ađ öllum líkindum var skotiđ frá göngustígnum og vonandi var ţetta bara handahófskennt. Jebb, spennandi ađ búa í Grafarvogi...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

úfff.... gott samt ađ vera ekki svona drivethrough.......

Hrönn Sigurđardóttir, 14.9.2009 kl. 22:57

2 identicon

Göngustígurinn, já.   Örugglega bara einhver tiltölulega heilbrigđur einstaklingur á morgunskokkinu međ loftriffilinn sinn.  Ekkert til ađ hafa áhyggjur af.   Gćti vel veriđ verra :)

Bibba (IP-tala skráđ) 15.9.2009 kl. 11:26

3 identicon

Bibba, ţetta á nú aldeilis eftir ađ róa Vilmu

Snjólaug (IP-tala skráđ) 15.9.2009 kl. 17:13

4 identicon

Veistu Snjólaug, ótrúlegt en satt ţá er konan alveg sallaróleg yfir ţessu ... sem gerir ţađ ađ verkum ađ manni finnst ađ mađur ţurfi ađ taka ţađ ađ sér ađ vera paranoid... :)

Bibba (IP-tala skráđ) 15.9.2009 kl. 20:57

5 Smámynd: Vilma Kristín

Já, merkilegt nokk... ég er bara alveg róleg og er ađ láta ţetta frábćra tćkifćri til ađ taka dramakast dauđans fara fram hjá mér!

Vilma Kristín , 15.9.2009 kl. 22:32

6 Smámynd: Rebbý

já feđur vina okkar hafa valdiđ meiri spennu og drama ţrátt fyrir ađ hafa veriđ í nokkra húsa fjarlćgđ sofandi

Rebbý, 15.9.2009 kl. 22:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband