Ég ætla að versla í alla nótt

"Ég ætla að versla í alla nótt, bara í Office One. Það er opið alla nóttina, bara í Office One."Ég gerði mér ferð í kvöld að fjárfesta í skólavörunum fyrir prinsinn og heimasætuna. Þið megið giska hvar? Jebb, í Office One. Þar sem er er opið alla nóttina. Við trítluðum um búðina og tíndum í körfu eitt og annað. Bók hér, bók þar, blýant, strokleður... þetta venjulega.

Frekar þægilegt að geta komið svona við þegar öllum passaði að koma með. Gott mál. En í alvörunni. Eftir 10 mínútur þarna inni var ég að verða brjáluð. Ég fann hvernig ég varð pirraðari og pirraðari. Hvernig styttist í þræðinum. Ástæðan? Jú, andlegar pyntingar. Ekkert annað. Hvorki meira né minna. Á okkur glumdi, stanslaust, sama lagið. í síbylju. "Ég ætla að versla í alla nótt, bara í Office One. Það er opið alla nóttina, bara í Office One" Over and over and over again. GARG! Ég hvessti augunum á starfsfólið og fann hvernig ég beit saman jöxlunum. Urraði. Sá að þetta dugði ekki og dreif gengið mitt eins hratt áfram og hægt var, áfram og út... og þegar ég keyrði í burtu heyrði ég lagið áfram, glymja... og áttaði mig á að ég söng það sjálf... over and over and over again.

Um hádegisbilið í dag settust ég og prinsinn eins og meirihluti þjóðarinnar eflaust og horfðum á leikinn. Prinsinn nokkuð spenntur og fylgdist stíft með markatölunni og tilkynnti mér um framvinduna. Mamman varð hins vegar æstari og æstari. Seinustu fimmtán mínúturnar liður því þannig að ég æpti stanslaust á sjónvarpið. Hvatningarorð. Vonbrigðisöskur þegar óvinurinn skoraði. Gleðihróp þegar "við" skoruðum. Prinsinn hætti að horfa á leikinn og horfði á mömmuna í staðin. Mömmuna sem sat fremst á sófabrúninni og stökk reglulega upp til að hoppa um og fagna. Mömmuna sem fórnaði höndum og hristi hausinn. Ég veit ekki hvernig ég komst í gegnum þessar mínútur en mikið svakalega var ég fegin þegar þessu var lokið. Sigurinn í höfn. Yeahhhh!

Nú er bara að bíða eftir sunnudeginum.Ég mun hins vegar sjálf seint komast á ólympiuleikana og alls ekki fyrir leik í keilu. Nú hafa komið í ljós að smá snúingur á hægri hönd í leiknum í gær hefur skapað meiðslu. Jebb, íþróttameiðsli. Svefn síðustu nætur var truflaður fyrir verkjum í höndinni. Hún var bólgin og stíf þegar ég vaknaði. Það var erfitt að keyra bílinn og nær ómögulegt að sitja við tölvuna. "Ég er handleggsbrotin.. örugglega...", sagði ég við líffræðinginn sem tók undir þetta. Pottþétt handleggsbrot, tognun og tennsiolnbogi. Alla eftir eina sakleysislega keiluferð. Ég fann svo sem í gær þegar snérist uppá hendina. Ég fórnaði mér í leikinn. Aðalega var það keppnisskapið sem rak mig áfram. Ég ætlaði sko ekki að láta heimalinginn vinna mig, af og frá. Svo nú þarf ég að vona að þetta jafni sig um helgina.

Eftir leikinn í dag var skólasetning hjá prinsinum. Hún var ósköp tíðindalítil... en í tilefni af þessu vísa ég í færslu um skólasetninguna í fyrra sem var öllu skemmtilegri. Gjörið svo vel: http://limma-sina.blogcentral.is/blog/2007/8/22/wc/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Óþolandi þegar svona lög festast í hausnum á manni.  Eina leiðin til að losna við þau er sennilega að reyna að finna annað lag, ekki alveg eins leiðinlegt, og festa það í hausinn í staðinn.

Annars gleymdirðu einu í upptalningunni með keilumeiðslin... Þú gleymdir "vatn á milli liða".

En, já.  Þetta var æsispennandi leikur, ég horfði á seinni hálfleikinn ásamt með nokkrum vinnufélögum.... það voru mikil óp og öskur á stundum, já.  Og núna segir maður... það er ekki aðalatriðið hvort við sigrum eða ekki á sunnudag.  Að komast svona langt er bara frábært! 

Einar Indriðason, 23.8.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband