2.10.2008 | 23:08
Þið eruð að grínast! Er það ekki?
"Ég stoppa í Mjódd...", kallaði bílstjórinn aftur til farþeganna. Hann barðist við að halda bílnum á veginum. Bíllinn spólaði og rétt lúsaðist áfram. Engu að síður rann hann skyndilega til á veginum og beygjurnar voru varhugaverðar. Hann treysti sér ekki til að halda áfram með fullan strætó af fólki.
Heimasætan hringdi heim. "Mamma, geturðu sótt mig?", spurði hún og útskýrði að hún ætti enga leið heim úr vinnunni ef strætó héldi ekki áfram. Ég hristi höfuðið þar sem ég lá dúðuð undir sæng. Það var ekki spennandi tilhugsun að fara undan sænginni, klæða prinsinn, koma öllum útí bíl, skafa bílinn og keyra í hálku og snjó uppí Breiðholt. Nei bara alls ekki. Ég stakk uppá leigubíl, heilsan ekki að leyfa eitthvað útstáelsi. Strætóbílstjórin tilkynnti að hann ætlaði að reyna að keyra aðeins lengra og sjá svo til. Svo var ég í beinu sambandi við heimasætuna. Svona bein lýsing úr strætó á hættubraut.
Ég kúrði mig betur undir sængina svo bara nefbroddurinn stóð undan. Fyrir framan mig hoppaði prinsinn fáránlega léttklæddur miðað við kuldann og klappaði saman lófunum: "Það er kominn snjór! Það er kominn snjór!". Svo hljóp hann til að kíkja útum gluggann.
Þrautseigjan skilaði strætóbílstjóranum og farþegunum heilum uppí hverfið okkar. Heimasætan skrönglaðist köld og hnerrandi innum dyrnar. Glöð að vera loksins komin heim en pirruð á strætóferðinni sem tók klukkutíma. Það er um það bil 45 mínútum meira en venjulega.
Og ég held áfram að leika sæbjúga, búin að vefja sænginni þétt um mig og rugga mér. Ég er sæbjúga á botni sjávar, hér er enginn snjór og engin hálka. Bara ég og rólegheitin. Ég myndi ekki vilja vera uppá landi þar sem er kalt, það kyngir niður snjó og enginn kemst áfram. Nei, það hlýtur að vera grín... er það ekki?
Hrina árekstra í hálkunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Ææææ elsku Vilma mín, ekki gott að þú sért svona veik, passaðu þig nú og hvíldu þig!
Hrund (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:21
Já nú er farin að vera ástæða til að hafa áhyggjur af minni. Stekkur ekki af stað um leið og þarf. Er kannski ástæða til að fara að hringja á sjúkrabíl ?
Bibba (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.