Annasamur dagur

Ég velti mér í rúminu og reyndi að koma mér vel fyrir. Svo fann ég svefninn miskuna sig yfir mig og ég sveif inní draumalandið. það var notalegt að liggja á mjúkum koddanum undir heitri sænginni og ég fann hvað svefninn gerði mér gott.

Ég rumskaði við að gsm síminni sem ég hélt á í vinstri lófa pípti lágt undan sænginni. Ég opnaði augun og dró símann fram, slökkti á vekjaranum og leit á klukkuna. Jebb, kominn tími til að kíkja á tölvupóstinn. Ég rétti aðra höndina letilega út og strauk létt yfir músasvæðið á mac-anum mínum sem svaf værum svefni við hliðina á mér uppí rúmi. Tölvan kveikti á sér um leið og ég snerti hana og ég renndi hratt yfir tölvupóstinn. Hjúkk, ekkert sem lá á að bregðast við. Ég stillti vekjarann í flýti á hálftíma í viðbót, dró sængina upp að höku og fór aftur að sofa.

Ég byrjaði að finna fyrir einhverjum krankleika í gær. Mér var illt í hálsinum og hóstaði stanslaust, ég fann hitann hækka og orkuna minnka. En þar sem ég þurfti að leysa smá verkefni í vinnunni um miðnætið varð ég að harka af mér. Sannfærði sjálfa mig um að þetta væri bara aumingjaskapur, ekkert annað.

Vaknaði svo svo veik í morgun að ég fann að ég kæmist ekki í vinnuna. Og sko þegar ég sleppi vinnunni vegna veikinda þá er ég veik. Dröslaði prinsinum af stað í skólann og skreið svo uppí rúm með tölvuna og gemsann. Þetta var nefnilega dagur sem ég mátti eiginlega alls ekki vera veik, lá mikið undir. Stór gangsetning á kerfinu okkar útí Bretlandi og líffræðingurinn á ferðalagi til Akureyrar. Svo til að ná öllu rumskaði ég á hálftíma fresti til að sjá hvort eitthvað væri að gerast í útlandinu, hvort einhver þyrfti aðstoð.

Svona náði ég að dotta og liggja í hýði fram eftir degi. Hóstandi og sofandi til skiptis. Um eitt leitið dró til tíðinda. Síminn hringdi. Ég svaraði eftir bestu getu. "Vilma? Ert þetta þú? Ertu veik? Ég þekkti þig ekki!", bunaði líffræðingurinn útúr sér. Ég reyndi að ræskja mig og svara þannig að það skyldist hvað ég sagði. Og upp frá þessu varð enginn meiri friður til að vera veikur. Allt fór af stað í útlandinu og þar grétu ráðgjafar að ná ekki í vini sína á Íslandi.

Um fimm leitið gafst ég upp og dreif mig uppí vinnu, mælti mér mót við líffræðinginn sem var að koma úr flugi. Fyrst ég var komið út á annað borð gat ég alveg eins mælt mér mót við Rebbý í kvöldmat, þá myndi ég sleppa við að elda fyrir prinsinn. Taldi mér trú um að þetta væri akkúrat málið. Svo settumst við yfir tölvumálin, þvílík snilld að geta setið í vinnunni sinni á Íslandi (já, eða sitja uppí rúmi heima hjá sér undir sæng) og vera að vinna á tölvu útí Lemington í Bretlandi. Algjör snilld.

Auðvitað dróst þetta allt, ég hóstaði og ræskti mig og reyndi mitt besta að hósta ekki á líffræðinginn þar sem við rýndum í kóða, röktum gögn, gerðum próf og sendum tölvupósta. Rebbý sendi sms til að spyrja hvenær hún fengi að borða. Höfuðið á mér var að springa og ég var með beinverki og hálsinn var allur bólginn og aumur. Ég sendi til baka að það færi að styttast í okkur.

Verkjalyf eru auðvitað bara það besta í heimi og ég náð að sitja lengur í vinnunni þegar hausverkurinn gaf sig. Meiri rýni, meiri gögn, meiri skoðun. Forrita smá hér og forrita smá þar. Prófa meira. Og áður en við vissum af var klukkan orðin níu. Rebbý orðin tryllt af hungri, börnin orðin svöng heima og hitinn að skríða uppá við aftur. Þar sem ég var veik fannst mér að ég mætti fara úr vinnunni og dreif mig út að borða með liðinu. Svo á rúntinn eftir að koma börnunum heim. Skreið heim um ellefuleitið alveg úrvinda, hóstandi og slöpp.

Mikið var ég annars ánægð með að hugsa svona vel um mig í veikindunum, þvílíkur lúxus að geta leyft sér að vera heima þegar svona stendur á


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já - bara svo það sé til skriftlegt þá bíð ég ekki eftir neinum öðrum í 3 tíma með að borða þegar ég kem svöng heim kl 18
en gott að þú sért að hugsa svona vel um þig í veikindunum - hef þá ekki áhyggjur af þér  tíhíhí

Rebbý, 1.10.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Snjóka

já þú tekur alltaf jafnmarga veikindadaga sé ég

Þú segir annars bara til og ég kem stökkvandi með panodil hot eða eitthvað álíka til að fríska þig

Snjóka, 1.10.2008 kl. 23:48

3 Smámynd: Einar Indriðason

Ouch!  ekki láta þér verða kalt.  Ég mæli með hvítlauk.

Einar Indriðason, 2.10.2008 kl. 01:16

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svona á að gera þetta! Veikindi eru bara fyrir aumingja!!

Hrönn Sigurðardóttir, 2.10.2008 kl. 10:23

5 identicon

Já svei mér þá.  Þetta er framför.  Bara farin að vera heima annað slagið þegar þú ert veik.   Það er sko aldeilis lúksus að leyfa sér.

Bibba (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband