Peek - a - boo

"Peek - a - boo! Peek - a - boo!", tístum við í kór hjáróma röddum. "Peek - a - boo!" Við mændum uppí loftið og hlógum. Ohhhh... nú breyttist allt og við skiptum um tón: "Bless! Bless!". Við kölluðum kveðjuna tregafullar og í takt. Sorglegt að sjá eftir honum. Nei, þarna birtist hann aftur! "Peek - a - boo! Peek - a - boo!", skræktum við og hlógum.

Já, í kvöld fórum við í leik með mánanum. Þetta er eitthvað það flottasta sem ég hef séð! Bak við svört ský faldi máninn sig. Svo rétt kíkti hann fram svo við sáum í smá sneið af honum og um leið lýsti hann upp skýrinn. Við heilsuðum honum. En jafnharðan hvarf hann aftur bak við skýinn og það var ekki hægt að sjá neitt sem benti til þess að rétt áður hafði máninn skinið. Púff. Hann var bara alveg horfinn.

Hann minnti okkur á barn að fela sig... svo við stóðumst ekki freistinguna að leika "Peek - a - boo" við hann. Og máninn tók fullan þátt. Þegar ég keyrði inná bílastæðið heima stöðvaði ég Rúnu á miðju stæðinu, án þess að leggja... bara svo ég gæti horft á mánann kíkja fram úr skýjunum eins og tvisvar í viðbót.

Með trega og söknuði trítlaði ég inn með prinsinum og heimalingnum. Við nýkomin úr bíó og ætluðum að eyða því sem eftir var kvölds í rólegheitum með Húbert. Mig langaði meira samt til að standa bara úti og góna á tungið... en þreytan rak mig inn og uppí sófa... Ég vinkaði því tunglinu að skilnaði og hallaði hurðinni á eftir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svona stelpa sem býr til snjóengla og horfir á skýin og stjörnurnar og norðurljósin.   Hriiiikalega kósí :)

Bibba (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband