Brotnir gluggar og strokufuglar

Ég starði út um gluggann. Starði og starði. Ég var samt ekkert að íhuga eða eitthvað svoleiðis. Ekkert að láta mig dreyma rómantíska dagdrauma. Nei, nei. Ég var bara að stara í furðu minni á eitthvað mjög dularfullt. Ég snéri mér snöggt við, arkaði út og sótti heimasætuna í geymsluna þar sem hún stóð á náttfötunum. "Komdu með útí garð!", skipaði ég og hélt svo útí garð með heimasætuna og prinsinn á eftir mér.

Nágranni minn virtist dálítið hissa að sjá okkur mæta á náttfötunum útí garð til þess eins að stara inn um gluggann okkar... eða það leit allavega þannig út. En í raun vorum við að rannsaka rúðuna. Eftir að hafa virkjað nágrannan og iðnaðarmanninn hans líka í rannsóknina erum við öll sammála. Já, það hefur verið skotið, líklega með loftbyssu, í tvígang á rúðuna. Á rúðunni eru tvö agnarlítil göt, en fyrir innan götin hefur glerið hins vegar brotnað þónokkuð. Fyrir vikið eru tvö mjög greinileg brot á rúðunni og þónokkuð af glerbrotum á mili glerjanna.

Sem betur fer hefur innri rúðan bara rispast lítilega en engu að síður er þetta nú frekar leiðinlegt og eiginlega finnst mér bara ekkert kúl að hafa byssugöt á stofuglugganum.

Eftir rannsóknina drifum við okkur úr náttfötunum og hoppuðum uppí bíl. Okkur var boðið í heimsókn til Ölgerðarinnar sem er uppáhaldsfyrirtækið mitt, tókum heimalinginn með en skildum veikan sætukopp eftir heima. Þar þvældumst við um í tvo klukkutíma og skemmtum okkur alveg ljómandi vel auk þess sem börnin náðu að fylla magana af allskonar góðgæti. Tala nú ekki um allt skemmtilega fólkið sem við hittum, þvílíkt stuð.

Við stóðum við brauðbakkana og smjöttuðum á gómsætu speltbrauði þegar síminn hringdi. Sætukoppur á hinum endanum. Allt í panikk. Einn fuglinn okkar hafði strokið út búrinu og kettirnir allir komnir á veiðar. Sætukoppi gefin góð ráð... eins og að byrja á því að ná köttunum áður en þeir náðu fuglinum. Svo héldum við áfram að japla á brauði, glætan að við ætluðum að fara úr þessari fínu veislu.

Heima þaut veiki sætukoppur um allt eins og hvítur stormsveipur. Það er ekkert grín að handsama fjóra óþekka ketti sem vilja veiða fugla. Hann reyndi að hafa yfirsýn yfir hverjum hann var búinn að ná og hverjum ekki. Þula var örugglega inní herbergi.. púff nú var bara að ná fuglinum.

Sætukoppur skoppaði upp og niður á eftir fuglinum í örvæntingarfullri tilraun til að ná honum. Skyndilega fékk hann samkeppni þegar Þula stakk upp hausnum tilbúin að "hjálpa" honum við veiðarnar. Þulu skellt inná bað með hraði. Sætukoppur hélt áfram að hlaupa á eftir bláa fuglinum og á einhvern undursamlegan hátt náði að teygja út höndina og grípa fuglinn á flugi. Stórslysi afstýrt og sjúklingurinn gat aftur lagst fyrir.

Við fylgdumst með í gegnum símann. Alveg róleg. Ekkert að flýta okkur heim í hamaganginn. Betra njóta góðra veitinga og góðs félagsskapar. Sérstaklega þegar heima bíður ekkert nema fulgaveiðar og að bíða eftir að einhverjir noti húsið í skotæfingar. Jebb. Aldrei rólegheit á okkar heimili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

og hvað sagði svo löggimann þegar hann kom að skoða gluggann?

Rebbý, 14.9.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband