Örugg framtíð

"Þegar ég er orðinn stór ætla ég að eiga byssu...", gasprar prinsinn úr aftursætinu. Svo heldur hann frjálslega og langa ræðu hvernig hann myndi þvælast um fjöll með byssuna sína. Allt til að bjarga mömmu. Já, drengurinn ætlar að leggjast í veiði. Veiða fugla í matinn fyrir mömmu sína. Hann endar ræðuna sína: "Ég ætla bara að skjóta fugla í matinn og sjá um okkur".

Mamman tárast yfir umhyggju og fyrirhyggju uppáhalds sonarins. Þvílíkur gæðingur. Alltaf að hugsa um mömmuna sína. Og systir. Jebb. Hann ætlar líka að veiða fugla í matinn fyrir systir sína. Enginn í fjölskyldunni má svelta.

"En viltu ekki eiga veiðistöng líka?", spurði ég og hélt áfram: "Þá geturðu veitt fisk í matinn líka". Prinsinn grípur þetta á lofti. Hann byrjaði að spá í hvaða hann gæri veitt með veiðistönginni. "Kannski get ég veitt háharl...", skríkti hann á meðan við héldum inní búðina til að versla okkur eitthvað í matinn.

Væri ekki munur ef ég hefði bara getið opnað ísskápin teygt mig inn og gripið annað hvort gæs eða hákarlaugga til að hafa matinn? Það sem ég hlakka til að drengurinn stækki svo ég þurfi aldrei aftur að hafa áhyggjur af mat...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

hehehehe  það sem þessari elsku getur dottið í hug .... ohh yndislegur prins

Rebbý, 13.8.2009 kl. 11:39

2 identicon

Hummmm hvað finnst systur hans um þessar ráðagerðir með að skjóta fugla ?

Bibba (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Sigrún Óskars

góður sonur

Sigrún Óskars, 16.8.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband