Óþekk eða þæg?

"mmmmmmm", sagði ég og pýrði augun þar sem ég hafði komið mér vel fyrir í horninu á sófanum og horfði á sjónvarpið. "Mmmmm... það er eitthvað við þá sem fær mig til að langa að vera bæði óþekk og þæg..." Heimasætan flissaði, sitjandi við borðstofuborðið, og tengdasonurinn greip fyrir andlitið. Ég held að hann sé enn að venjast okkur og því sem veltur uppúr okkur stundum. Sunnudagskvöld eru sjónvarpskvöld, ég hef alltaf jafn gaman að horfa á Hróa og félaga, hlaupa um á meðal trjánna í sætu búningunum sínum. Já, einmitt... bæði óþekkir og þægir strákar...

Það er notalegt að koma sér fyrir sófanum með prinsinn dormandi við hliðina á sér og heyra í vindinum úti, sitja inní hlýjunni og láta mata sig hugsunarlaust á efni. Þvílík afslöppun. Ég loggaði mig inní vinnuna og byrjaði að vinna en skipti svo um skoðun. Höfum þetta bara fríhelgi. Og svo notum við sjónvarpskvöldið sem fullkominn enda á svona "gerum ekkert" degi sem byrjaði á að við prinsinn sváfum til hádegis. Þreytt eftir sögulegt spilakvöld heima hjá kennaranum í gærkvöldi. Og fyrir utan heimsókn frá félaga prinsins gerðum við bara ekkert. Ja, nema þrífa, taka til, skrifa greinar fyrir næsta kattablað, ritstýrast, spjalla við vinkonurnar, skreppa út með Rebbý í smá leiðangur, elda, lesa og svona kannski eitt og annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegir þannig dagar

Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 07:04

2 Smámynd: Rebbý

stolt af þér að hafa ekki unnið í gær !!!!

Rebbý, 6.10.2008 kl. 08:18

3 Smámynd: Snjóka

Dugleg að hafa ekki unnið í gær (sem ég er greinilega að gera núna líka  ) og ómæ hvað þessi svartklæddi dúddi er sjarmerandi í Hróa þó að hann sé svona semí góður

Snjóka, 6.10.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband