30.9.2008 | 23:59
Á ég að hætta að vinna?
"Eruð þið að segja að ef ég fæ mér mann, þá geti ég hætt að vinna? Af hverju sagði mér þetta enginn?", spurði ég drengina þrjá og horfði á þá með furðu. Það hafði bara ekki hvarflað að mér þessi möguleiki, að ég gæti bara verið heima og látið sjá um mig. Dúllað mér við að vera húsmóðir. Kannski vinna hálfan daginn... eða eitthvað.
Fjárbóndinn strauk skeggið hugsandi á svip og sagði svo um leið og hann glotti: "Vilma, ég held reyndar að þú viljir vinna og ekki eiga mann..." Það tísti í líffræðingnum og nakta forritaranum. Ég kímdi, fjárbóndinn þekki mig greinilega og ég varð að viðurkenna að þetta væri nú bara að öllum líkindum rétt til getið hjá honum. Bæði finnst mér gaman að vinna og á erfitt með að slíta mig frá vinnunni, eins kann ég vel við sjálfstæðið.
Annars var nakti forritarinn í bæjarferð í dag. Alltaf aðeins meira fjör þegar hann kíkir við hjá okkur, ekki það að það sé leiðinlegt hjá okkur dags daglega, nei, nei alls ekki. En nakti forritarinn er með skemmtilega nærveru og nær vel til okkar herbergisfélaganna. Reyndar er ég orðin dálítið ringluð eftir daginn í dag.
Eins og oft áður festumst við, ég og sá nakti, í forritunarverkefni og áður en ég vissi af var klukkan orðin meira en sjö og hungruð börn héngu í símanum. Hvar var ég? Hvar var maturinn? Var ég búin að yfirgefa þau? Ég fann samviskuna bíta í hælana á mér og ýta hressilega við mér. Úbbasííí, drífa sig heim og redda málunum áður en ég myndir stimpla mig inn aftur.
Og nú er kominn tími til að vinna smá... sofa seinna... úff hvað lífið væri leiðinlegt ef ég ætti einhvern sem sæi bara um mig...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hehehe alltaf sama stuðið hjá ykkur í vinnunni
Snjóka, 1.10.2008 kl. 05:58
Ha ?
Get ég þá hætt að vinna ?
Afhverju sagði mér enginn... ?
:)
Bibba (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 09:46
Vilma mín, hvernig væri bara að prufa að hitta eins og einn karlmann og sjá hvað gerist - sjálfstæði er frábært en ef ég man rétt er líka gott að eiga einhvern heima sem nennir að taka á móti manni þreyttum eftir langa vinnutörn (og þá tala ég ekki um í formi krakka sem heimta mat og athygli)
annars fagna ég því náttúrulega líka að við séum einstæðar því við gætum örugglega ekki átt eins mörg deit með hvor annarri ef það væru karlar í lífi okkar
Rebbý, 1.10.2008 kl. 11:28
Ja, þeir segja þetta strákarnir... maður getur bara látið hugsa um sig og hætt að vinna. Í alvörunni, Bibba! Tékkaðu á þessu...
Vilma Kristín , 1.10.2008 kl. 16:36
He he he Rebbý, ertu sem sagt að meina að karlmenn heimti ekki mat og athygli!!!
Ég var ekki heldur búin að fatta að ég gæti hætt að vinna! Takk fyrir ábendinguna Vilma!
Hrund (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:57
Það er allavegana hægt að hætta að vinna og fara í nám og láta kallinn sjá fyrir sér Verst hvað vinnan kallar samt alltaf í mann eitthvað og erfitt að slíta sig frá hennisvo ég skil þig alveg að laga ekkert að prófa þetta æi samt venst maður ótrúlega fljótt nýjungum verður erfiðara samt með aldrinum....Svo ég held að niðurstaðan sé náðu þér í mann fljótt ef þú ákveður að prófa þetta...þú er nú samt frekar ung ennþá finnst mér
Laubba , 1.10.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.