Strumpasyndromið

"Mannstu eftir strumpunum og strumpalögunum... þessum upprunalegu?", spurði líffræðingurinn mig í dag með vonleysi í röddinni. Ég hoppaði upp og niður af spenningi í sætinu mínu: "já! Já! Mannstu ekki þegar ég söng fyrir þig strumpalagið um daginn?" Líffræðingurinn fékk á sig grænleitan bjarma og gaf frá sér hljóð sem sennilega mátti túlka sem svo að hann myndi aldreir geta gleymt þeim hræðilega degi.

"Einmitt!", svaraði hann svo: "Þeir eru einmitt spilaðir svona hratt... Þú ert með svona strumpasyndrom! Ekki skrítið að þú sért hrifin af þessu..." Ég hló. Ítrekað er ég búin að spila fyrir hann "nýja" uppáhaldslagið mitt. Hef uppskorið alls konar skringilega svipi og hlátur... Ég hef svo sem frekar fjölbreyttan tónlistarsmekk og gref upp ný lög hér og hvar. Og núna þegar ég var að segja frá nýja uppáhaldsfídusnum mínum, það er að spila geisladiska á tvöföldum hraða, taldi líffræðingurinn að hann væri kominn með nóg til að greina sessunautinn. Jebb. Strumpasyndrom.

Ég hló meira, tengdi mig við bleika krúttið mitt (ipodinn) og dillaði mér létt við "kooontríííí" tónlistina sem hljómaði þar. Söng létt með og túlkaði lögin með hreyfingum. Svakalega góður dagur í vinnunni...

Næstu helgi spilum við örugglega "skemmtilegu" útgáfuna af Abba.. þið vitið Abba á tvöföldum hraða... og bætum svo við einhverju fleira. Það verður stuð! I'm telling you! Það er algjört must að geta spilað tónlistina hraðar en venjulega, allt verður svo mikið léttara og meira leikandi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

spurning að ég mæti með danska strumpadiskinn minn og við hlustum á strumpa á tvöföldum ... gæti orðið skondnara en gemsaleit undir sófanum þínum

Rebbý, 25.8.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Snjóka

Dýrkaði strumpana á sínum tíma en veit ekki með Abba á spítti, bíð spennt eftir að fá að heyra 

Snjóka, 25.8.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Vilma Kristín

Rebbý! Þetta kallar á nýja færslu!

Vilma Kristín , 25.8.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband