21.8.2008 | 23:10
Best í heimi
"Mamma. Hvort eigum við að fara í sund eða keilu?", spurði prinsinn minn í símanum. Hann var einn heima í fyrsta sinn og stóð sig eins og hetja. Einhvern veginn fékk hann þá flugu í höfuðið að við myndum gera eitthvað sérlega skemmtilegt eins og sund þegar ég kæmi heim. Ég muldraði eitthvað og kom mér undan að svara. "Mamma! Við fötum í sund!", tilkynnti prinsinn um leið og ég steig innum dyrnar og hélt svo áfram: "Það er svo mikil rigning og við nennum ekki að vera bara í innisundlauginni" Ég reyndi ekkert að ræða það að við yrðum hvort sem er blaut í sundlauginni og rigning skipti ekki öllu máli. Nei, ég lét þetta bara gott heita, og dreif okkur svo í keilu með prinsinum og heimalingnum.
Ég klappaði saman lófunum og hló. Heimalingurinn fórnaði höndum og skellti svo uppúr. Prinsinn tók við og sýndi snilldartakta. Við vorum svo sem ekkert að slá í gegn en reyndum okkar besta. Keila er greinilega ekki alveg okkar mál, Ég er ekki einu sinni viss um að æfing bjargi nokkru. Á endanum fórum við heimalingurinn í keppni um hvor gæti rúllað kúlunni lengra áður en hún lenti í rennunni. Jebb. Á endan stóð prinsinn uppi sem sigurvegari, ég í öðru sæti.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Þar sem þú vinnur við tölvur, þá er svarið við svona "annað hvort eða" er... "já". Ekkert flókið.... Eða, sko... hmm... það fer eftir því hvaða svar átti að koma. Sumir kunningjar mínir eru hættir að spyrja mig svona annað hvort eða, þar sem þeir vita sem er, að þeir gætu fengið einfalt "já" eða einfalt "nei" til baka.
Fínt að fara í keilu... ég hef stundum æft mig í að hitta í rennuna líka. Stundum tekst mér það... stundum hitti ég ekki í rennuna, heldur í þennan hóp af hvítum prikum... og, meira segja, einstaka sinnum næ ég að fella þar.
Um að gera að hafa bara gaman af :-)
Einar Indriðason, 21.8.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.