Þekkirðu lagið?

"Mamma! Nú er ég með lag á heilanum sem ég hef ALDREI HEYRT!", skrækti heimasætan og gretti sig: "Bara þér tekst að láta mann fá svona á heilann..." Ég hló bara og bauð henni að spila fyrir hana lagið. Ég viðurkenni fúslega að ég er mjög oft með lög á heilanum og að ég er einkar laginn við að dreifa þeim. Áður en ég veit af er fólk í kringum mig farið að söngla það sama og hljómar stanslaust í hausnum á mér.

Eftiminnilegt þegar Tjörvi félagi minn gat ekki hætt að syngja "I don't wanna dance..." með Eddy Grant eftir að hafa hlustað á mig gaula það. Tjörvi söng það í nokkra daga mér til mikillar skemmtunar. Svo gott þegar einhver er með manni í svona maníu. Ég hef líka fengið herbergisfélaga mína í vinnunni til að syngja lög úr Kardímommubænum... mér til skemmtunar þeim til angurs.

Frægast er auðvitað Daloon lagið sem ég syng í tíma og ótíma. Ég syng það þegar ég er glöð. Ég syng það þegar ég er leið. Ég syng það alveg án þess að taka eftir því. Og fullt fullt af fólki hefur fengið það á heilann. Þetta er mjög gott "heilalag".

Þetta var þó í fyrsta sinn sem mér hefur tekist að smita einhvern af "heilalaginu" mínu án þess að hinn aðilinn þekki lagið né viti hvernig það á að hljóma. Ég var svo stolt af heimasætunni minni sem sönglaði: "It's so funny funny what you do honey honey..." Svo spilaði ég fyrir hana lagið sem ég var þá búin að syngja stanslaust í 3 daga. Lagið heitir Funny Funny og ég hlusta á það í flutningi sænsku grúbbunnar Black Ingvars og til hátíðarbrigða í flutningi upprunalegu hljómsveitarinnar Sweet. Frábært lag sem eldist vel (er sko jafngamalt mér). Og heimasætan hefur sko haldið áfram að syngja það.

Í dag datt hins vegar í kollinn á mér lag sem ég hef ekki heyrt né sungið í örugglega 25 ár eða meira. Ég man ekki einu sinni textann almennilega svo ef einhver getur hjálpað mér væri það vel þegið. Þetta er lag sem ég lærði í barnaskóla og fjallar um skraddara... og svo var eitthvað held ég um konuna hans, hundinn hans og lúsina... eða eitthvað svoleiðis... Og þetta er pikkfast í heilanum á mér. Pikkfast. Ég verð að komast yfir textann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður þetta Lagið á laugardaginn??

Snjóka (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Vilma Kristín

Hey! Kannski verð ég með keppni á laugardaginn! Sá sem getur orðið mér út um textann vinnur verðlaunin...

Vilma Kristín , 6.8.2009 kl. 00:24

3 identicon

Black Ingvars ?   Er það bandið hans Sven Ingvars ?  
með lagið : "Jeg ringar pa fredag" ... ?
Það var gott lag

Bibba (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:43

4 Smámynd: Vilma Kristín

Nei, Black Ingvars er einmitt ekki sama og Sven Ingvars....  hins vegar syngja þeir stundum Sven Ingvars lög.  Black Ingvars er rokksveit sem tekur þekkt sænsk lög (og stundum ensk) og setur þau í nýjan og þyngri búning

Vilma Kristín , 6.8.2009 kl. 16:11

5 Smámynd: Rebbý

ég kunni ekki textann þegar þú söngst þetta skraddaramúsalag fyrir mig um helgina og þekki það ekki heldur í dag
syndu heldur .. ég er eins og ég er

Rebbý, 6.8.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband