Ég heyri...

Ég þóttist svo sem sjá í gærkvöldi í hvað stefndi. Ekki það að ég sé skyggn eða hafi spádómsgáfu. Nei, það voru meira eyrun sem staðhæfðu að ég myndi örugglega ekki vera í vinnu í dag. Prinsinn minn hóstaði og hóstaði, með ljótan og dimman hósta sem virtist ekkert passa við lítinn skrokkinn. Jebb, þessi hósti hljómaði ekki vel.

Og nú er komið í ljós að eyrun mín höfðu rétt fyrir sér. Því eftir því sem leið á nóttina fann ég prinsinn hitna meira og meira og hósta dýpri og dýpri hósta. Ekkert annað að gera en að hringja hann inn veikan í morgun og ekkert annað fyrir mig að gera en að hanga heima með honum. Af tilefni af þessu öllu lagðist ég svo bara aftur á koddann í morgun og við sváfum til hálf ellefu.

Það er því spennandi dagur framundan hjá okkur. Við erum að reyna að ákveða hvenær við eigum að henda okkur í smá tiltekt í barnaherberginu og hversu lengi við eigum að góna að barnaefni í sjónvarpinu. Allt saman mjög svo spennandi ákvarðanir.

Og þetta varð svo líka til þess að ég komst ekki niðrí Seðlabanka í morgun eins og ég ætlaði mér. Sem var sennilega bara alveg ágætt því annars væri ég kannski sjálf orðin veik af því að þurfa að hlusta á Bubba. Úfff... en það kemur dagur eftir þennan dag og vonandi næ ég nú að leggja þessu eitthvert lið.

Sem betur fer eru eyrun núna að hvísl að mér að prinsinn verði örugglega fljótur á lappir aftur enda er hann þokkalega hress þar sem hann situr á leikfimiboltanum og syngur "This is my life..." og hóstar sama og ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

hann var allavega sprækur núna áðan (úbs .. nei, er ég fallin á netbindindinu)

Rebbý, 12.2.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Vilma Kristín

Ha, ha... vissi að ég náði þér....

Vilma Kristín , 12.2.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband