Út með ást!

Eftir vinnu í dag fór ég í leiðangur með Rebbý. Svo sem ekkert frásagnarvert við það. En þarna þræddum við hverja búðina á fætur annari í leit að skreytingum fyrir Valentínusarþorrablótið sem verður á laugardaginn í vinnunni hennar. Það þarf að hafa rauð kerti og vasa undir rauðar rósir og ég veit ekki hvað. Allt óskaplega rómantískt og dúllulegt.

Ég veit ekki hvað ég varð að miklu liði. Ég reyndi að stinga uppá svörtum kertum þegar okkur gekk illa að finna akkúrat rétta rauða litinn (já, já... þið vitið svona ástarrauður). Eiginlega var þetta svona tilraunaferð hjá mér, koma mér úr þægindahringnum. Ég er nefnilega öfugsnúin þessa dagana yfir ást, rómantík og ástföngnu fólki. Kannski er ég svona illa haldi af ástarþrá, svona rosalega afbrýðisöm eða bara skynsöm.

Og nú er ég með plan. Kannski stofna ég bara hóp á facebook til að afla mér fylgis. Allavega, planið er að fá öll ástaratlot og rómantík bannaða á opinberum stöðum. Svona svipað og með reykingarnar. Svona til að gefa okkur einhleypa bitra fólki færi á að fara á bar, veitingarhús eða búð án þess að þurfa að horfa uppá fólk leiðast, faðmast eða kyssast. Það hljóta allir að sjá að þetta er sanngjörn krafa.

Ég meina, þetta er klárlega heilsuspillandi. Alveg pottþétt! Þarna er maður í sínu mesta sakleysi. En allt í kringum mann er fólk að mæna ástaraugum hvert á annað, strjúka hverju öðru... eða eitthvað þaðan af verra. Og hvernig er þetta heilsuspillandi? Jú, í hvert sinn sem maður sér fólk leiðast eykst einmannaleikinn. Höfnunartilfinningin vex í hjarta manns í beinu hlutfalli við kossa sem maður neyðist til að horfa uppá. Þunglyndið tekur völdin um leið og ástúðleg faðmlög eru í augsýn. Þannig að andlegri heilsu hrakar hratt þegar maður er innan um svona ástaratlot.

Þá eru óátalin öll líkamlegu einkenninn: verkur í hjarta, ógleði, svimi, grátbólgin augu, ekki... þarf ég að telja upp meira. Og eins og þetta sé ekki nóg þá, ef maður er mjög óheppinn, þarf maður að hlusta á ýtarlegar lýsingar af ástalífi sem stundað er í tíma og ótíma... á meðan maður sjálfur er jafnvel háður því að þurfa að treysta á rafknúin tæki sem dýrt er að knýja áfram (kannski ættu einhleypir að fá styrk frá ríkinu?). Þannig að ef maður er óheppinn bætist við eyrnaverkur og höfuðverkur. Það hljóta því allir að sjá að það er engin önnur leið boðleg en að banna allt svona ástarstúss þar sem það getur valdið einhleypum varanlegum skaða... jafnvel ótímabærum dauða... Já, út með ást... það er nýja slagorðið mitt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

oh my my my
Vilma mín ... ég var næstum því búin að kaupa þetta þegar leitin að rauðu kertunum var ekki að ganga ... en ég segi NEI ... ÉG VIL ÁST ... við bara förum og finnum næstu mr. right fyrir okkur og vonum að valið heppnist betur núna
þá getum við rætt um kynlífsathafnir, notið myndhristinga, stundað atlot á almannafæri og bara rétt svo vonað að það allt saman ýti ekki undir höfnunartilfinningu annarra einhleypra

Rebbý, 12.2.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já ég skal vera með þér í grúppu á facebook! Ef mig langar einhvern tíma að sparka í fólk þá er það þegar það er að kyssast á meðan beðið er eftir græna kallinu!!

Og ég er ekki afbrýðissöm.

En Valentínusarþorrablót? Getur Rebbý tekið myndir? 

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 08:41

3 identicon

Þetta hljómar nú bara eins og einkamálaauglýsing :)

Bibba (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:06

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Já, svona ný tegund af auglýsingu. Gæti virkað flott

Guðrún Þorleifs, 13.2.2009 kl. 17:28

5 Smámynd: Rebbý

Rebbý mun sko ekki taka myndir í kvöld (og ekki að ástæðulausu) og þetta er orðið EurovisionValentínuarÞorrablót Hrönn mín svo þetta er of flókið fyrir minn litla heila.

Rebbý, 14.2.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband