Pokemon kemur í heimsókn

Það gengur allt í hringi. Þegar heimasætan var í barnaskóla var Pokemon það heitasta. Heimasætan safnaði af miklum móð og átti ört stækkandi bunka. Svo var eytt löngum tíma í að skoða spilin, raða spilunum, leika með spilin.

Guð, hvað ég var fegin þegar þessu tímabili lauk!

Og í kvöld náði hringurinn í mig aftur. Ég var stödd í helvíti. Prinsinn með vin sinn í heimsókn, litlu mennirnir með sitthvorn bunkann. Að skoða spilin sín og spjalla um þau, með tilheyrandi upphrópunum. "Áttu þennan?" "Þessi er bestur!" "Ég á bestu kallana" Prinsinn hafði fengið sína "kalla" frá heimasætunn og á því nokkuð laglegan bunka.

Ég fann hvernig pirringurinn jókst þar sem ég sat í tölvunni og reyndi að vinna svolítið. Þoli ég að ganga í gegnum annað pokemon tímabil? Ég þori ekki að veðja á það.

Áður en leið á löngu settist heimasætan hjá litlu mönnunum og fór að skoða pokemon spilin og fyrr en varði var þetta orðin allsherjar pokemon hátíð. Heimasætan sat í marga klukkutíma og raðaði "köllunum" í einhverja agalega flotta röð í möppuna.. reyndi að sýna mér hvað þetta var sniðugt... ég hristi kollinn og klessti aftur augun. Nei! Nei! Ekki meira pokemon! Ekki meir....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pokemon var alger snilld :)

Bibba (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 08:05

2 Smámynd: Rebbý

Pokemon who ..... nei bara grín
Alveg sammála þér með að pokemon var skelfilega leiðinlegt fyrirbæri og það sem ég var hamingjusöm þegar ég gat alltaf neitað að horfa á myndirnar með stjúpunni minni því pabbinn var svo klikkaður að hafa gaman að þessu.

Rebbý, 3.6.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband