Latasta lata ég

Leti minni eru engin takmörk sett. Í dag átti ég að vera að vinna en ég er ekki komin í það. Af því að ég er löt og nenni ekki að vinna. Til að reyna að fela letina gerð ég smá... Fyrst skutlaði ég heimasætunni smá í vinnuna. Svo passaði ég smá Snotru og afhenti hana glöðum eigendum. Þá horfði ég smá á einhverja vitleysu í sjónvarpinu - sannfærð um að ég myndi nenna að vinna þegar því væri lokið.

En nei, af og frá. Eftir sjónvarpsglápið var ég smá þreytt og hvað gerir maður þá. Maður leggur sig í smá stund. Smá stund sem teygist og þegar allt er talið, þar á meðal tíminn sem tekur að druslast á fætur, þá eru tveir klukkutímar horfnir í viðbót. Það er opinberlega kominn seinnipartur laugardags og ég ekki byrjuð að vinna. Skamm, skamm.

Til að vakna almennilega tek ég þá ákvörðun að taka smá til í herberginu mínu áður en ég byrja að vinna, svona koma blóðinu á hreyfingu. Ég er hálfnuð þegar prinsinn fer að kvarta undan hungri. Við skreppum uppí búð til að versla smá inn. Gleymum okkur í búðinni og kaupum eiginlega allt annað en mat. Þegar vð komum heim þarf ég að elda smá og borða smá. Svo fer ég nú að vinna, hugsa ég með sjálfri mér á meðan ég japla á pastanu. Pastað var það eina sem var til ætt í húsinu... og ekkert annað í boði þar sem við gleymdum að kaupa mat í búðinni.

Eftir matinn þarf að vaska smá upp. Já, ég er langt leidd í leti þegar ég tek uppvask fram yfir vinnu. Svo þarf ég að klára smá að taka til í herberginu mínu. Þvo smá þvott. Skúra smá forstofuna. Nú fyrst ég er með tuskuna á lofti þá er um að gera að pússa smá öll húsgögnin og þurrka af. Nú það þarf að þrífa smá í kringum fuglana. Taka smá til á öllum borðum. Pússa eldhúsbekkinn smá. Þrífa klósettið smá líka, algjör nausyn. Skipta smá á kattakössunum. Þrífa vaskinn inná baði. Skúra ganginn smá. Skúra baðherbergið. Skúra stofuna. Skúra eldhúsið. Drífa sig út með ruslið.

Gera svona smá áður en maður byrjar að vinna. Bara þegar ég er búin með þetta byrja ég að vinna hugsa ég og bæti svo við smá hlutum sem ég þarf að gera. Nú er klukkan orðin tíu. Ég er ekki byrjuð að vinna. En í staðinn er íbúðin orðin hrein og fín... hreinni og fínni en hún hefur verið í marga mánuði. Allt af því að ég var löt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ohh vildi að mín leti í dag myndi breytast yfir í svona leti .... veitti ekki af

en til hamingju með að vinna ekkert í gær - ekki taka það þrefalt út í dag

Rebbý, 1.6.2008 kl. 10:51

2 identicon

Ég þarf að verða mér úti um svona letikast :)

Bibba (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband