23.9.2009 | 22:38
Fuglasöngskólinn
Ok, þá... ég bý í hálfgerðum dýragarði. Og já, heimilið er mjög óskipulagt, fullt af óreiðu, fólki, unglingum, alltaf eitthvað að gerast. Og meðal gæludýra eru fuglarnir, 2 gárar og 1 dísargaukur. Hið besta mál sko.
Nema...
Fuglarnir mínir hafa ekki gaman af því að syngja. Mér finnst að þeir eigi að kvaka falleg lög svona eins og fuglarnir í Disney myndunum. Kyrja ástarsöngva. Syngja óð til lífsins. En gera mínir fuglar það? Ó, nei! Nei, einmitt... mínir fuglar... þeir skrækja, öskra og æpa. Þeir framkalla eins mikinn hávaða og þeir mögulega geta. Helst allir í einu.
Ekkert lag. Engin melódía. Bara ósamstæðir háir, skrækir hljómar... algjörlega tilviljanakenndir að því er virðist. Það vill til að ég hef mjög háan þolinmæðisþröskuld þegar kemur að hávaða í gæludýrum, börnum, leikföngum og hljóðfæraæfingum.
En stundum. Stundum verð ég þreytt á þeim. Sérstaklega ef ég er að reyna að leggja mig eða tala í símann. Þegar hávaðinn er svo mikill að ég heyri ekki í sjálfri mér hugsa. Þegar ég virðist eiga um 100 fugla en ekki þrjá. Þá, já, þá verð ég pínulítið þreytt á þeim.
En hvað er til ráðs? Stundum prófum við að reyna að yfirgnæfa þá, hafa bara hærra.. gera meiri hávaða. Kannski ekki skrítið að nágrannarnir virðast ekki vera í aðdáendaklúbbnum mínum. En við erum eiginlega búin að gefast uppá hávaða aðferðinni. Á eftir henni "fallega" aðferðin. Hún kom sterk inn og virtist virka ljómandi. Hún er þannig að þegar hávaðinn er að æra mann kvakur maður með sinni allra mýkstu og fallegustu rödd: "syngja fallega... syngja fallega...." Þetta endurtekur maður svona sextíu sinnum, rólega. Í fyrsta skipti sem ég prófaði þetta varð ég steinhissa þegar hávaðaseggirnir þögnuðu í augnablik, hölluðu undir flatt og tóku svo við að .... já, einmitt... tóku við að syngja fallega.
Prinsinn og ég erum búin að sérhæfa okkur í þessu. En svo kom að því að þetta virkaði ekki lengur. Þegar aumingja prinsinn var búinn að standa í hátt í 10 mínútur við búrið og kvaka: "syngja fallega... syngja fallega..." snéri hann sér við með tárin í augunum: "Mamma, þeir vilja ekki syngja fallega..."
Við reynum þetta enn stundum en áhrifin duga alltaf skemur og skemur... í þau örfáu skipti sem þetta skilar einhverjum árangri.
Í morgun vaknaði ég með dúndrandi höfuðverk. Staulaðist fram. Um leið og ég birtist byrjðu allir þrír fuglarnir að garga. Og ég meina garga. Og þá kviknaði hugmynd hjá mér. Já, ég ætla að stofna fuglaskóla. Þar sem fuglum er kennt að syngja. Ég byrjaði strax í morgun. Stillti mér uppá miðju stofugólfinu og söng nokkra tóna af : bíb bíbbb bííííííbbbb... Maður byrjar sko á tónæfingum.. svo koma lögin. Ég er sannfærð að þetta skilar árangri, eina sem fuglana vantar er leiðsögn og þjálfun. Nú er bara að velja hvaða lag á að kenna þeim fyrst.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
byrjaðu bara á einhverju nógu einföldu.... attikattinóa.........
Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2009 kl. 22:47
Prufaðu þetta : http://www.youtube.com/watch?v=LcxYwwIL5zQ
Bibba (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 16:56
já ég elska "sönginn" þeirra þegar ég er að spjalla við þig í símann því hann sker í gegnum merg og bein
Rebbý, 24.9.2009 kl. 20:58
Byrjaðu bara á einhvrju öðru en að bölsótast út í blessaðan Davíð minn annars mun ég ganga aftur og bíta þig.
Jæja án gríns og gamans finnst mér skrítið að gefast upp,ættum við þá ekki öll að vera búin að því?
Davíð mun koma með margt gott frá sér á MBL og um hrunið og að láta hann hætta sem Seðlabankasstjóra,en nú ættum við að vinna í því að koma núverandi Seðlabankastjóra frá og öllu hans hyski,sem vinnur á móti ríkisstjórninni í vaxtalækkunum.
Kveðja af Ströndum Norður.
Jón Guðbjörn Guðjónsson, 24.9.2009 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.