Hjálpsami prinsinn

"Mamma", kvakað prinsinn í símann. Ég og Rebbý vorum á leiðinni heim að elda afmæliskvöldverð fyrir Rebbý eftir að hafa skutlað sætukoppi niður í Skeifu. Ég jánkaði í símann og prinsinn hélt áfram : "Mamma? Á ég að steikja kjötið?". Ég fann hvernig kaldur sviti spratt fram á mér. "NEI!", veinaði ég...; "Nei, nei, nei... ég skal elda þegar ég kem heim!".

Prinsinn er að verða mun húslegri og duglegri. Hann er alveg ótrúlega fær á síma og virðist hafa erft frá mér að geta munað ótrúlega mörg símanúmer. Stundum vildi ég óska að hann kynni ekki á síma og myndi ekki öll númer sem hann hefur einu sinni valið. Hann er líka búinn að læra á samlokugrillið. Það hræðir mig stundum þegar honum dettur í hug að gera samlokur á ótrúlegustu tímum. Þar að auki kann hann núna á örbylgjuofninn og poppar eins og herforingi. Ekkert hræddur við að prófa sig áfram. Mér fannst samt full mikið þegar hann ætlaði að fara að steikja nautkjötið... jafnvel þó við hefðum fengið það á útsölu sko.

Ég held að prinsinn eigi mun meiri möguleika á að verða "húsmóðir" heldur en heimasætan. Hann sýnir áhuga á að skúra og ryksuga, vaska upp. Hún hefur aldrei sýnt neinu svona áhuga. Og þó ég hræðist líka að leyfa honum að prófa sig áfram þá er það samt kannski betra en þegar hann er að gera tilraunir sjálfur.

Mér finnst tildæmis mun betra þegar hann poppar í örbylgjuofninum heldur en þegar hann skrapp á fætur um miðja nótt þegar hann var þriggja ára og örbylgjaði sjónvarpsfjarstýringuna með batteríum og allt. Jebb, ég tek popp og popplykt fram yfir bráðnaðar fjarstýringar og lykt af bráðnuðu plasti á hverjum degi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hann er sko búinn að kunna á örbylgjuofninn síðan hann var þriggja ára.   Komin tími til að það verði hægt að hafa gagn af allri þessari þekkingu ;)

Bibba (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Rebbý

veit ekki hvernig afmæliskvöldverðurinn minn hefði verið ef hann hefði eldað, en allavega hefði það tekið skemmri tíma en við enduðum með út af öllum þessum truflunum sem við urðum fyrir .... en góður var hann hjá þér :O)

Rebbý, 16.9.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 20.9.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband