9.9.2009 | 22:52
Fíkn...
Ég stóð augnablik og virti fyrir mér möguleikana. Þarna voru þeir. Beint fyrir framan mig. Ég andvarpaði, þetta var ekki svo einfalt. Ég fann valkvíðann læðast aftan að mér. Nei. Nei, af og frá. Ég ætla ekki að láta bjánalegan valkvíða ná völdum á mér. Ég varð að koma mér upp plani. Strax. Hugsa, Vilma... hugsa.
"Ok, hvað valdi ég síðast?", hvíslaði ég að sjálfri mér. "Hvað valdi ég síðast...", endurtók ég og hallaði undir flatt. Ég las á miðana, smjattaði á nöfnunum. Naut augnabliksins. Ég var að ná valdi á aðstæðunum. Ekki bara var ég að ná valdi á aðstæðunum heldur var ég líka stjórna þeim. Totally.
Fyrir framan mig stóðu fjórir brúsar og virtust brosa til mín. Og mitt var valið. Hmmm... nú mundi ég það... síðast var það "Kókos og vanilla". Auðvitað. Brosandi snéri ég mér að uppáhaldinu mínu: "Ferskjur og fresíur". Ég reyni að velja ekki alltaf það sama. Maður sko að skiptast á.
Vonandi halda ekki allir að ég sé búin að tapa mér... en ég er sko komin með nýja dellu. Algjörlega. Þegar ég var í sumarbústaðnum í sumar kynntist ég nýrri vöru. Vöru sem ég fæ bara ekki nóg af. Ég hef enga stjórn á mér, enga. Nú er ég komin með ágætist úrval af... já... látið ykkur ekki bregða... ágætis úrval af handsápu.
Fyrir átti ég fína sápu frá Palmolive. Svona Cherry blossom sápu og var bara þokkalega ánægð með hana. En svo kynntist ég froðusápunni frá Mjöll Frigg og nú get ég ekki hætt í handþvottinum. Fyrst keypti ég "Fjólur og villiber", svo "Kókós og vanillu". Fann hinsvegar ekki froðusápuna sem mig langaði í. Þegar ég loksins rak augun í uppáhaldið útí búð varð ég að fjárfesta í því líka. Það er bara himnesk lykt af "Ferskjur og fresíur".
Og af því ég er óhemja opna ég allar sápurnar og nú standa fjórir sápubrúsar við vaskinn inná baði og ég bara finn mér hvert tækifærið á fætur öðru til að þvo mér um hendurnar. Skipti samviskusamlega á milli brúsana, til að eyða öllu jafnt sko...
En það er ekki bara þessi himneska lykt sem er búin að gera mig "hooked" á sápu. Nei, líka sú staðreynd að þetta er froðusápa... ekki venjuleg. Hún sprautast úr brúsanum í froðu sem er svo gaman að maka á hendurnar... ótrúlega gaman. Já, ég er komin með nýja fíkn... ég heiti Vilma og ég er háð froðusápu!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
ég gleymdi að kaupa mér út í búð áðan með þér en ég er hrædd um að ég verði engu skárri og hafi nokkra brúsa við minn vask innann skamms ... ætli þetta sé til sem sturtusápur líka .... "ÉG HEITI HREFNA OG ER LÍKA HÁÐ FROÐUSÁPU" takk fyrir mig áðan, vona að það hafi enginn tekið eftir örum salernisferðum mínum tíhíhíh
Rebbý, 9.9.2009 kl. 23:25
ég heiti Hrönn og þvæ mér aldrei........
Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 07:57
Hmmm... ég þarf að verða mér út um svona sápu. Verst hvað það er lítið pláss á vaskinum hjá mér :)
Bibba (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 10:26
Ég er greinilega alveg græn..... hef bara aldrei heyrt um þessar dásemdarsápur... alveg spurning fyrir næsta innkaupaleiðangur
Anna Bogga (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 11:48
He, he, heimalingurinn var hjá mér í kvöld. Hún kom fram af baðherberginu, undrandi: "Vilma... þú ert með raðir af sápubrúsum við vaskinn!". Ég hló bara.
Vilma Kristín , 11.9.2009 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.