Ég stunda jaðarsport

Ég hló og hló og hló. Ég lá á bakinu í neðst í grösugri brekku, máttlaus af hlátri og gat ekki staðið upp. "Nú hlaupum við upp brekkuna...", kallaði formaðurinn til mín. "Ég get ekki staðið upp..", svaraði ég og skríkti um leið. Gat ekki hætt að hlæja. Áður en ég vissi var formaðurinn kominn til mín, rétti mér höndina og tosaði mig á fætur. Flisandi og völt á fótunum reyndum við að komast upp brekkuna til glerlistakonunnar sem stóð þar og beið okkar. Svo horfðum við smá stund á hvort annað og ákvaðum að reyna aftur.

Ég er semsagt komin með nýtt áhugamál. Þetta er eiginlega svona jaðarsport sem ég hef ákveðið að taka upp að stunda. Ég get þakkað formanninum að ég komst inná þessa leið. Jebb. Í gær fór vinnan mín sem sagt í svona hópeflisdag á Úlfljótsvatn. Svona vinna eitthvað saman. Skátaleikir. Góður matur. Varðeldur. Söngur. Ég og eyjamaðurinn misstum reyndar af skátaleikjunum, vorum að vinna á meðan... einhver minntist á að við værum vinnualkar en ég held ekki að það sé neitt til í því. Í heildina var þetta æðislegur dagur í frábærum félagsskap.

Snemma kvölds kom formaðurinn að máli við mig. Benti á ágætisbrekku og stakk uppá að við rúlluðum okkur niður. Ég horfði á hann forviða. Rúlla okkur niður? Var hann brjálaður? Svo leið fram á kvöldið og skyndilega fannst mér þetta betri hugmynd. Leitaði uppi formanninn og spurði um brekkurúll. Hann hristi hausinn. Nei, þetta var sennilega ekki svo góð hugmynd eftir allt saman.

En það er nú svoleiðis með góðar hugmyndir að þær eiga til að skjóta upp kollinum aftur og aftur. Svo áður en kvöldið var búið príluðum við upp brekkuna þar sem hún var bröttust. Glerlistakonan fylgdi okkur til að virka sem "ræsingarstúlka" með aðstoðarkonu uppá arminn.

Ég og formaðurinn komum okkur fyrir, hlið við hlið. Tilbúin að rúlla af stað þegar merkið kæmi. Fengum einhverja athugasemd um að það gæti nú ýmislegt leynst í brekkunni og að það væri helst til mikið myrkur. Var ekki líka möguleiki á garnaflækju. En við vorum alveg ákveðin. Ég var svo spennt að rúlla af stað, maginn var spenntur og hjartslátturinn ör. Skyndilega þutum við af stað.

Og þarna rúllaði ég og rúllaði alveg stjórnlaust og án þess að vita hvert ég stefndi. Þvílít tilfinning og þvílíkt stuð. Ég skellti uppúr um leið og ég rúllaði af stað og hló alla leiðina niður. Ég hætti ekki að hlægja þegar formaðurinn tosaði mig á fætur og hló alla leiðina upp brekkuna aftur. Aftur! Aftur!

Við enduðum nú reyndar bara á því að fara tvær ferðir. Eyjamaðurinn hafði haft fréttir af uppátækinu og klöngraðist upp til að verða vitni af seinni ferðinni. Hún var jafnvel enn skemmtilegri en sú fyrri. Nú var formaðurinn fljótari að ná mér á fætur og þegar ég hljóp af stað upp brekkuna hringsnérist af og ég réði engan veginn við stefnun. Og ég hló.

Og nú er ég svo spennt að fara aftur. Fyrr í vor fór ég í fyrsta skipti á stórt trampólín... hafði mig þar að fífli þar sem ég sat eða lá og hló á meðan líffræðingurinn skoppaði í kringum mig svo ég var alveg stjórnlaus. Nú prófaði ég brekkurúll... hvort sem þíð trúið því eða ekki, í fyrsta sinn á ævinni. Þvílíkt gaman, þó ég hafi nú sennilega haft mig að fífli aftur. Skítt með það.. ég er bara í svona góðum tengslum við barnið inní mér :)

Um miðnættið komum við þreytt í höfuðborgina og leiðir okkar skyldu á bílastæðinu. "Bless, Vilma!", kallaði eyjamaðurinn til mín og vinkaði. Svo bætti hann við: "Það var gaman að sjá þig rúllandi!!!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ooooo .. og ég missti af þessu !

:(

Bibba (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 20:23

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahhaha gott hjá þér!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.9.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Rebbý

please don't ever grow up :O)

Rebbý, 6.9.2009 kl. 15:24

4 Smámynd: Vilma Kristín

I don't plan on growing up... :)

Vilma Kristín , 6.9.2009 kl. 17:39

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Skemmtilegt jaðarsport. Brekkurúll. Er kattarækt líka jaðarsport :)

Guðmundur St Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband