2.9.2009 | 00:01
Úbbbsss...
Loksins búið að byggja nýja fína litla bílastæðishúsið. Búið að ganga frá öllu. Búið að snurfusa. Setja handrið og ljós, gera allt sem þarf að gera. Meira að segja setja upp fín slá sem hægt er að ýta upp og draga niður. Glæsilegt alveg.
Eina sem vantaði voru vegamerkingar við innkeyrsluna. Þið vitið, svona örvar inn og út... Svo allir viti nú hvernig á að keyra inní bílastæðishúsið og hvernig á að komast úr því. Það segir sig sjálft að það þarf að mála allskonar merkingar svo allir rati og enginn geri vitleysu. En hvenær á að mála svona fínerí þegar allan daginn streyma bílar inn og útúr bílastæðishúsinu? Hvenær?
Jú, á kvöldin! Þegar allir eru hættir að vinna. Þegar enginn er að nota húsið. Svo mættu krúttlegu litlu tveir málarstrákarnir með mótin sín, málningu og allt. Tilbúnir í verkið. Þeir dunduðu sér dágóða stund. Mála beina ör. Mála beygjuör. Mála örvar inn. Mála örvar út. Fullt fullt af sætum hvítum örvum. Krúttlegu litlu málarastrákanir voru svo ánægðir með verkið. Stóðu og horfðu á það, dáðust að því.
Þið getið því ímyndað ykkur hversu hissa þeir urðu þegar skyndilega brunuðu tveir bílar niður rampinn að útkeyrslunni. Nei! Hér áttu ekki að vera bílar! Nei! Málningin var blaut. Þeir stukku í veg fyrir bílana til að afstýra stórslysi. Náðu að stöðva bílana tvo í tíma.
Þið getið kannski líka ímyndað ykkur hversu hissa við, ég og eyjamaðurinn, vorum þegar tveir málarar hoppuðu í veg fyrir bílana okkar. Við sem í sakleysi okkar ætluðum heim eftir tæplega 16 tíma vinnudaginn. Það hafði enginn sagt okkur að það ætti að færa alla bíla... enda við ekki starfsmenn fyrirtækisins sem á nýja fína bílastæðahúsið.
Nú tók við mikil nákvæmisvinna. Eyjamaðurinn var í fremmri bílnum. Ég sat róleg og horfði á aðfarirnar. Þar sem hann skakaði bílnum fram og aftur. Fram og aftur. Undir styrkri stjórn málaranna. Varlega yfir örvarnar án þess að snerta þær. Ekkert mátti útaf bera.
Ég fann spennuna aukast. Ég væri næst. Úffff. hvernig ætlaði ég að komast yfir beygjuörina án þess að keyra yfir hana? Sæti litli málaradrengurinn kom uppað bílnum og spjallaði smá. Fullvissaði mig um að hann myndi hjálpa mér. Hann myndi leiðbeina mér. Ég lagði varlega af stað. Smá áfram. Smá bakka. Smá beygja. Smá áfram. Smá bakka. Eftir það sem mér fannst vera ógnarlangur tími tókst mér að komast klakklaust yfir hindrunina og brunaði heim á leið.
Ef málararnir hefðu bara vitað hversu þreytt við vorum, andlega og líkamlega, hefðu þeir aldrei lagt í að reyna að láta okkur bögglast þetta. En við erum auðvitað ekkert nema snillingar. Og þegar ég mæti í fyrramálið í fyrirtækið ætla ég að njóta þess að keyra þvert yfir allar merkingar við bílastæðahúsið.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Hahaha ! Það lendir enginn í svona atriðum nema þú :)
Bibba (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 19:21
Eyjamaðurinn hafði nú ekki meiri trú á mér en það að hann fór sérstaklega morguninn eftir til að athuga hvort ég hefði keyrt yfir örvarnar og eyðilagt þær, sýnir hversu mikla trú hann hefur á mér !
Vilma Kristín , 5.9.2009 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.