There is always tomorrow

"Hvað ertu að syngja?", spurði heimalingurinn forviða þar sem hún sat til móts við mig á austulenskum veitingarstað. Þarna vorum við mættar til að næra okkur áður en við færum í að taka til í geymslunni okkar. Ég leit upp og glotti. "Nú er frost á fróni...", svaraði ég og vissi svo sem að þetta liti kannski út fyrir að vera sérkennilegt lagaval á meðan við biðum eftir matnum. "Vilma! Það er ekki lag sem á að syngja núna! Það er sumar og gott veður!", sagði hneykslaður heimlingur. "Hvað á ég þá að syngja?", spurði ég og hallaði undir flatt. Svo fékk ég hugmynd. Góða hugmynd. Ég tók að syngja: "Það er Daloon dagur í dag..." og heimalingurinn tók undir. "Þetta er akkúrat lag til að syngja þegar maður veit ekkert hvað maður á syngja...", tísti í henni þegar við lukum samsöng okkar.

Eftir gómsætan mat og mikið tíst og gaman brunuðum við heim á leið... tilbúnar að takast á við yfirfulla geymsluna. Við erum að tala um geymslu sem er ekki hægt að opna nema það hrynji allskonar dót út. Björtustu spár sögðu að við yrðum tvo tíma. Þetta er verkefnið sem ég er búin að geyma allt sumarfríið. Bún að geyma og kvíða. Við opnuðum geymsluna og færðum okkur frá hurðinni. Svo skelltum við okkur í að rífa útúr henni og raða inn aftur. Hlustuðum á sveitatónlist og dilluðum okkur með og Mía hin magnaða hjálpaði til líka. Nutum þess að vera úti í góða veðrinu því geymslan mín er svona útigeymsla. Þegar við settum síðustu hlutina inn kíktum við á klukkuna. Tuttugu mínútur yfir átta? Gat það verið? Við höfðum semsagt verið í um hálftíma að klára þetta agalega verkefni sem mig er búið að kvíða fyrir í 3 vikur.

Eiginlega ætlaði ég að gera þetta um hádegisbilið í dag með hjálp heimasætunnar. En þegar ég kom heim úr morgunstund með Olla hárgreiðslusnillingi sem klippti af mér allt hárið breyttust öll plön og ég lagðist í flakk með Möggu Biddu í tilefni afmælis hennar. Við þóttumst vera barnlausar skvísur og komum okkur fyrir á ofurheitum palli við kaffihús... og héngum þar allan daginn... flúðum reyndar inn eftir smá stund, inn úr brennandi sólinni sem var að bræða okkur. Sennilega ekki góð hugmynd að drekka heitt súkkulaði í brennandi sólskini... Tókum okkur góðan tíma í þennan skvísuleiðangur okkar á meðan ég lét unglingana þræla heima við að reyna að klára herbergi heimasætunnar. Hún náði reyndar ekki alveg að klára áður en hún þurfti að fara að vinna... but there is always tomorrow...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheh já eins og Scarlett O´Hara sagði: Á morgun kemur nýr dagur.....

Hrönn Sigurðardóttir, 30.7.2009 kl. 21:53

2 identicon

Drekka heitt kakó í sólinni og syngja "Nú er frost á fróni"
jahhhh...   Bíður upp á auðugt hugmyndaflug um allskyns andstæður sem hægt er að koma sér upp, t.d. í febrúar...

Bibba (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband