30.7.2009 | 00:22
Og við höldum áfram...
Það er svo gaman hjá okkur núna. Við sjáum eitthvað gerast. Við framkvæmum og nýir litir birtast. Herbergi breyta um lit, húsgögnum er endurraðað, lausir hlutir endurskipulagðir og við skemmtum okkur. Hugmyndin sem við fengum í gær að breyta herbergi prinsins hefur nú verið framkvæmd og er lokið. Byrjaði á því að við nenntum ekki að þrífa veggina. Svo við máluðum. Nú er herbergið orðið fagurgrænt og hvítt í staðinn fyrir að vera blátt. Rúmið hans sem var hátt uppi er nú komið niður og er orðið bara eins og hvert annað rúm. Við það að færa rúmið niður tapaðist allt plássið sem var undir því. Herbergi prinsins er lítið, innan við 8 fermetrar og það er snúið mál að koma fyrir heilum prinsi, stóru rúmi og hellingi af leikföngum í svo lítið herbergi svo vel sé. Við höfum því verið að sortera og endurskipuleggja stóran part af deginum. Allir hjálpast að og á sama tíma málum við herbergi heimasætunnar. Allt í gangi.
Um miðjan dag fengum við hugmynd. Skreppum í búðarferð. Öll saman. Við gengum í halarófu í gegnum Rúmfatalagerinn í leit að nýjum gardínum handa grísunum mínum. Ekki hægt að setja upp gamlar gardínur í ný herbergi. "Úúúú, þessar...", stundi heimasætan og benti á gardínur með myndum af Bangsimon. Á sama tíma gat ég varla sleppt höndunum af fallegri bleikri gardínustöng með prinsessum á endunum... sleppti henni að lokum og keypti í staðin hvíta fyrir prinsinn með fótboltastrák á endunum. Grænar gardínur fyrir hann. Bleikar gardínur fyrir hana. Nýr dúkur á eldhúsborðið fyrir mig.
Núna í kvöld kláruðum við prinsinn svo herbergið hans með því að búa um rúmið hans, nýtt Harry Potter sængurverasett og svo æfði hann sig í að búa um rúmið með rúmteppi sem hann hafði gabbað systir sína til að lána sér. Rúmteppi sem hann hefur langað í lengi. Held ég hafi aldrei séð dreng jafnánægðan með rúmteppi!
Á myndunum hér að ofan má sjá sýnishorn úr herbergi prinsins og sýnishorn af litavali heimasætunnar.. á meðan herbergið er enn hálfmálað... Hún er svo sannarlega lífleg hún dóttir mín og svo gaman að gefa henni aðeins lausan taumin og sjá hvað gerist!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hún er svo óhemju lík þér að ég yngist í hvert sinn sem ég hitti hana ... hlakka til að sjá útkomuna í heild sinni þegar þitt herbergi verður tilbúið líka
Rebbý, 30.7.2009 kl. 20:02
dugleg eruð þið - flott litaval - mér finnst flott að hafa "liti" á veggjunum ekki bara hvítt eða grátt.
en hvenær kemur framhald með sýnatökurnar hjá lækninum??
Sigrún Óskars, 30.7.2009 kl. 20:39
He, he... já ég held að það sé nokkuð ljóst að heimasætan er dóttir mín... stundum skelfir það mig... en yfirleitt finnst mér það bara spaugilegt :) Herbergið hennar er mjög langt komið og það er sko FLOTT!!! Svo flott að ég dauðöfunda hana... og ég get ekki beðið eftir að byrja á mínu herbergi sem verður þó sennilega ekki fyrr en í næstu viku þegar allt annað er búið.
Vilma Kristín , 30.7.2009 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.