A, B, C...

Ég er komin með nýtt áhugamál... eða þannig... kannski frekar komin með nýtt verkefni sem ég sinni af miklum áhuga. Já, nýja verkefnið er að hlusta á lagasafnið mitt í stafrófsröð. Mjög spennandi. Mjög upplýsandi. Ég á ágætlega stórt lagasafn sem er jafnframt ágætlega fjölbreytt. Og að hlusta á lögin í stafrófsröð bíður upp á sérlega spennandi og upplífgandi kvöld. Maður veit aldrei hvað kemur næst. Kannski klassískt lag. Kannski country lag. Kannski þungarokk. Kannski diskó.

Svo nú sit ég kvöld eftir kvöld, fram á nótt og hlusta á lögin mín. Klappa saman lófunum af ánægju þegar ég finn óvænt lag sem ég hafði gleymt eða lag sem ég vissi ekki að ég átti. Syng með skemmtilegum lögum. Gubba næstum þegar koma leiðinleg og sumum freistast ég til að eyða út. Samt með samviskubit. Ég meina, hver veit nema maður vilji hlusta á þau seinna meir... smekkurinn fyrir lögum gæti breyst.

Sum lögin vekja upp minningar. Nýlegar minningar, gamlar minningar, ljúfsárar minningar, gleðilegar minningar. Og áður en maður veit af er maður rokinn af stað á braut minninganna.

Nú er ég búin að eyða nokkrum kvöldum í þetta eftir að prinsinn minn sofnar. Ég var að klára H - in svo það er nóg eftir. Og um leið fræðist ég heilmikið um sjálfa mig og lagasafnið mitt. Ég á til dæmis 28 lög sem byrja á "Ég" og af þeim syngum Björgvin Halldórsson 15 þeirra. Nú er ég ekkert sérstakur Björgvins aðdáandi svo mér finnst þetta spennandi staðreynd. Af hverju á ég svona mörg "Ég" lög með honum. Syngur hann óvenju oft lög sem heiti "Ég" - eitthvað... og er hann þá svona svakalega sjálfhverfur? Eða er þetta eitthvað í undirmeðvitund minni?

Svo á ég átta lög sem byrja á "Blue" og nítján lög sem byrja á "Don't". Áhugavert ekki satt? En næst á dagskrá er "I" kaflinn sem ég held að verði mjög spennandi. Fullt af lögum sem byrja á "I" þetta eða hitt... Bíð spennt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já þetta verður verkefni sumarfrísins hjá mér ... eða svona eitt þeirra því ég nenni ekki fyrir mitt litla líf að byrja á þessum þúsundum laga
en þessi tiltekt þín vakti athygli mína í gær þegar ég fann svona mörg góð lög sem ég veit að ég á í lagasafninu þínu í gær

Rebbý, 26.7.2009 kl. 18:06

2 identicon

Sniðug pæling.  Ætla að prófa þetta..

Bibba (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð hugmynd

Hrönn Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 09:28

4 Smámynd: Sigrún Óskars

góð hugmynd og skemmtileg pæling. mátt segja meira frá þessu - t.d. I kaflanum

Sigrún Óskars, 28.7.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband