Rúna

"Hvað er þetta þá svona fimleikabíll?", spurði Snjóka og átt við Rúnu mína. Þar sem ég er morgunhani þessa vikuna dreif ég af stað á meðan börnin sváfu í morgun og við Rúna skottuðumst um allt. Hún fékk að fara í smá dekur. Þið vitið, svona smurningu og eitthvað síuvesenaskipti eða eitthvað... Skildi hana bara eftir í góðum höndum hjá sérlega almennilegum strákum. Lét líka yfirfara ljósin og svona smá dútla við hana.

Yfir okkur spenntar drifum við okkur svo í hina árlegu skoðun. Úfff. Þetta finnst mér alltaf jafnhræðilegt. Alltaf rifjast upp fyrir mér þegar ég fór með Bubba minn í skoðun, fékk skoðun athugasemdalaust... en komst að því þegar ég keyrði útaf skoðunarstöðinni að stýrið virkaði ekki nema mjög takmarkað. Get svo sem enn brosað af svipnum á skoðunarmönnunum þegar þeir horfðu á eftir mér taka sennilega stærsta hring sem hefur verið tekin á planinu hjá þeim. Og Bubba kom ég heim með herkjum, ný skoðuðum með bilað stýri. Snilld.

Síðan þá er ég samt alltaf hrædd um að bíllinn minni bili í skoðuninni. Að eitthvað verði hrist í sundur. Að hann komi út verri en hann fór inn. Og þetta byrjaði ekki gæfulega. Skoðunarmennirnir fór á kaf ofan í skottið á Rúnu. Svo æptu þeir hvor á annan.

"Prófaðu að ýta á takkann!"
"Ég er búinn að því, prófa þú að ýta betur til"
"Búinn að því. Reyndu aftur við takkann"
"Ég held takanum inni, reyndu að hreyfa þetta"
"Það gengur ekki!"
"Slökktu bara á þessu, virkar ekkert þetta bölvaða drasl".

Ég sat undir ópunum í þeim og svitanði. Slökkva bara á Rúnu? Er Rúna drasl? Með tárin í augunum sætti ég mig við að þurfa bara að labba heim. Þurfa að skilja félagann minn eftir. Ég fann örvæntinguna hellast yfir mig. Og ég sem ætlaði að fara útum allt með Rúnu eftir hádegi. En viti menn. Skoðunarmennirnir virtust ætla að gefa henni smá séns og héldu áfram að skoða. Færðu hana til og settu á þið vitið þetta sem snýst til að skoða dekkinn. Úbbss, drapst ekki á Rúnu. Maðurinn reyndi að starta henni. En Rúna var í fýlu og hóstaði bara.

"Gerðu það, gerðu það farðu í gang...", stundi ég lágt og viti menn Rúna hrökk í gang og leyfði mönnunum góðfúslega að skoða sig aðeins betur. Speglaði sig fyrir þá, þandi sig og ég veit ekki hvað. Ég hafði skilið miðstöðina eftir á fullum hita og fullum blæstri þar sem hún á enn til að ofhitna í hægagangi og nú fór ég að verða stressuð að hún myndi ofhitna. Allan tíman þóttist ég samt vera niðursokkin í að lesa spennandi blað af Séð og heyrt. Þó ég hefði fengið nóg af slíkum blöðum þegar ég fór með Rúnu í árlegu smurninguna.

Skyndilega var skoðuninni lokið. Ég var nærri búin að rjúka uppum hálsinn á skoðunarmanninum og kyssa hann af þakklæti þegar ég sá að hann hafði látið okkur hafa endurskoðunarmiða. Hjúkk, það var ekki klippt af henni.

Hann taldi upp fyrir mig það sem ég þarf að láta laga áður en mánuður er liðinn. Smotterí bara. Eða þannig. Laga ljósin fyrir dráttarkúluna. Ég stakk uppá að taka hana bara af og fékk samþykki fyrir því. Og svo er það málið með jafnvægisstöngina. Hún er eitthvað biluð. Eða laus. Eða slitin. Eða eitthvað. Allavega... Rúna gerir kannski ekki miklar jafnvægisæfingar eins og er... en eftir mánuð hver veit. En pikkup línan sem myndi virka á mig akkúrat núna myndi hljóma eitthvað á þennan veg: "Ég er bifvélavirki.. má ég koma heim og laga bílinn þinn?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

auðvitað fékk Rúna bara endurskoðun ... hún getur allt og gerir það með sóma

Rebbý, 23.7.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Sigrún Óskars

var smá tíma að fatta hver Rúna var. Skemmtileg frásögn hjá þér .

Sigrún Óskars, 23.7.2009 kl. 20:32

3 identicon

Jafnvægis hvað ?

Bibba (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband