Er ekki óábyrgt að hanga úti heila nótt?

Úti alla nóttina uns dagur rennur á ný!

Úti alla nóttina, út um borg og bý.

Úti alla nóttina, engum háður ég er...

ó nei, ó nei, ó nei, ó nei!

 

Þetta er tileinkað Míu hinni mögnuðu sem hagar sér eins og hún sé á gelgjunni þessa dagana (hver man ekki eftir laginu?). Hangir úti allar nætur ef hún kemst upp með það og liggur svo og sefur á daginn.  Svei attan.  Eitthvað yrði nú sagt ef ég tæki uppá að haga mér svona!  

 

 

dsc01438.jpgAnnars vorum við prinsinn að koma heim eftir dásamlegan dag í húsdýra- og fjölskyldugarðinum.  Prinsinn skipulagði daginn vel til að komast örugglega í allt sem honum langaði. Þar á meðal á hestbak og 6 ferðir í lestinni... eða voru þær sjö.  Ég hætti að telja eftir smá stund og fann mér bara bekk til að hanga á... uppskeran er aðeins rjóðara hálft andlitið en maður lifir nú við það.  Nú er bara spurning uppá hverju við tökum á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

flottur prins á hestbaki ...
reyndu nú að siða Míu eitthvað til ... má ekki verða jafn slæm og Rebbý frænka

Rebbý, 21.7.2009 kl. 22:30

2 identicon

Hann tekur sig vel út, drengurinn.   Kannski hann verði bóndi..

Bibba (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband