18.7.2009 | 01:20
Strumpar í geimskipi
Ég flutti í dag. Ekki það að ég sé að flytja eitt eða neitt sko. Nei, Snjóka er að flytja og í dag byrjuðum við að ferja dót á milli. Snjóka hafði fengið lánað geimskip sem dags daglega er notað sem strumpastrætó. Geimskipinu var umsvifalaust breytt í flutninga geimskip. Svo mættum við, ég og heimalingurinn á Rúnu minni og breyttum henni í flutningabíl. Svo með flutninga geimskip og flutninga bíl byrjuðum við að flytja.
Við bárum út kassa, töskur, poka, myndir, stóla, skápa, pullur, borð, glervasa, postulínsglös og ég veit ekki hvað. Fylltum flutninga geimskipið og flutninga bílinn tvisvar. Burðuðumst með þetta allt fram og til baka. Vorum bara nokkuð ánægðar með niðurstöðuna. Búnar að flytja meiri hlutan af "litlu" hlutunum. Fengum fína hreyfingu útúr þessu og náðum alveg svitna. Þvílíkir dugnaðarforkar.
Allt þetta hefur hinsvegar fengið mig alveg á þá skoðun að mig langar ekki að flytja. Neibb. Þetta er rosamikil vinna svo ég held að ég búi bara áfram á mínum stað, í minni kompu, í mínum skít. Og hananú... Nú tekur við hvíld fram að næstu flutningum sem eru á mánudaginn. Þá ætlum við að fá alvöru flutningabíl með alvöru flutningabílstjóra og flytja "stóru" hlutina.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
úff, svo sammála að þetta er ekki gaman en mikið verð ég hrikalega glöð þegar þetta er búið og ég komin í nýja fína heimilið mitt.
Takk enn og aftur fyrir alla aðstoðina og hlakka til á morgun
Snjóka (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.