16.7.2009 | 19:03
Bíósumar
"Þarna...", sagði Rebbý og benti yfir á næsta hús. "Þarna er sko hraðbanki... ég og Gunni erum alltaf hérna!", hélt hún áfram og strunsaði af stað. Ég trítlaði í humátt á eftir henni. Munur að vera á ferð með manneskju sem veit allt um hraðbanka í Mjóddinni. Á svipstundu vorum við komnar þanngað sem hún hafði bent. Ég horfði undrandi á "hraðbankann" sem Rebbý "vissi" að væri þarna. Í mínum augum var þetta stór lúga... ekki hraðbanki... allavega þá mjög frumstæður. Við litum hvor á aðra og skelltum uppúr. Héldum svo áfram í leiðangri að leita að hraðbanka sem var í lagi og eftir að hafa rekist á aðra eins lúgu fundum við tvo hraðbanka. Já, munur að vera í Mjóddinni.
Þetta stefnir í að verða mikið bíósumar. Heilmikið. Í gærkvöldi skellti ég mér með Rebbý og Gunna á Brunó. Hmmmm. Hvað er hægt að segja um það. Ja, ég get allavega ekki mælt með myndinni. Á köflum fyndin. Á köflum painfully pínleg. Það er ekki oft sem maður kemst á mynd sem gengur fram af manni. Ég sat stundum gapandi eða hélt fyrir augun af vonleysi. Sveiflukennd stund í bíó.
Í dag dreif ég mig svo aftur í bíó, í þetta sinn með öllum unglingunum mínum. Kíktum á Harry Potter. "Eru allir búnir að jafna sig andlega?", spurði sætukoppur áður en við keyrðum heim á leið. Honum fannst við kvennmennirnir eitthvað tæpar á taugum. Ég held að mér hafi meira að segja náð að bregða honum svolítið með einstaklega glæsilegu, háværu og skræku öskri í seinni hluta myndarinnar. Konan fyrir framan mig hoppaði í sætinu. Mjög mikilvægt að öskra í bíó... :)
Á milli bíómynd hef ég svo verið á pökkunarvakt hjá Snjóku. Á morgun er svo fyrsti í flutningum þar sem við ásamt heimasætunni og heimalingnum ætlum að flytja meirihlutann af búslóðinni í geimskipi. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur sér fyrir í nýju húsakynnunum.
En núna ætla ég að fletta bíóauglýsingunum. Næst á dagskrá er að sjá My sisters keeper (tek með mér kassa af þurrkum á hana, takk fyrir) og svo eigum við Aliosha deit á G.I. Joe.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
já .. veit ekki hvað við vorum að hugsa með Bruno ... en þó gaman að láta svona einu sinni ganga fram af sér ... jahh eða 10 sinnum á sömu myndinni hehehe
en hvað hraðbankana varðar þá rata ég á þá alla 4 sem voru einu sinni þarna ... ekki mér að kenna að þeir séu peningalausir eða einfaldlega farnir
Rebbý, 16.7.2009 kl. 19:14
Þú ert life-safer á pökkunarvaktinni og þessi geiðskipaferðamáti okkar á morgun verður örugglega spennandi, á reyndar örugglega betur við okkur hitt nafnið á farartækinu sem er Strumpastrætó
Má ég annars koma með á keeper myndina? skal halda á þurrkukassanum með því skilyrði að ég fái að nota þær líka
Snjóka (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 23:12
Strumpastrætó er svo þið !!!
Rebbý, 17.7.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.