Bíósumar

"Þarna...", sagði Rebbý og benti yfir á næsta hús. "Þarna er sko hraðbanki... ég og Gunni erum alltaf hérna!", hélt hún áfram og strunsaði af stað. Ég trítlaði í humátt á eftir henni. Munur að vera á ferð með manneskju sem veit allt um hraðbanka í Mjóddinni. Á svipstundu vorum við komnar þanngað sem hún hafði bent. Ég horfði undrandi á "hraðbankann" sem Rebbý "vissi" að væri þarna. Í mínum augum var þetta stór lúga... ekki hraðbanki... allavega þá mjög frumstæður. Við litum hvor á aðra og skelltum uppúr. Héldum svo áfram í leiðangri að leita að hraðbanka sem var í lagi og eftir að hafa rekist á aðra eins lúgu fundum við tvo hraðbanka. Já, munur að vera í Mjóddinni.

Þetta stefnir í að verða mikið bíósumar. Heilmikið. Í gærkvöldi skellti ég mér með Rebbý og Gunna á Brunó. Hmmmm. Hvað er hægt að segja um það. Ja, ég get allavega ekki mælt með myndinni. Á köflum fyndin. Á köflum painfully pínleg. Það er ekki oft sem maður kemst á mynd sem gengur fram af manni. Ég sat stundum gapandi eða hélt fyrir augun af vonleysi. Sveiflukennd stund í bíó.

Í dag dreif ég mig svo aftur í bíó, í þetta sinn með öllum unglingunum mínum. Kíktum á Harry Potter. "Eru allir búnir að jafna sig andlega?", spurði sætukoppur áður en við keyrðum heim á leið. Honum fannst við kvennmennirnir eitthvað tæpar á taugum. Ég held að mér hafi meira að segja náð að bregða honum svolítið með einstaklega glæsilegu, háværu og skræku öskri í seinni hluta myndarinnar. Konan fyrir framan mig hoppaði í sætinu. Mjög mikilvægt að öskra í bíó... :)

Á milli bíómynd hef ég svo verið á pökkunarvakt hjá Snjóku. Á morgun er svo fyrsti í flutningum þar sem við ásamt heimasætunni og heimalingnum ætlum að flytja meirihlutann af búslóðinni í geimskipi. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur sér fyrir í nýju húsakynnunum.

En núna ætla ég að fletta bíóauglýsingunum. Næst á dagskrá er að sjá My sisters keeper (tek með mér kassa af þurrkum á hana, takk fyrir) og svo eigum við Aliosha deit á G.I. Joe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já .. veit ekki hvað við vorum að hugsa með Bruno ... en þó gaman að láta svona einu sinni ganga fram af sér ... jahh eða 10 sinnum á sömu myndinni   hehehe

en hvað hraðbankana varðar þá rata ég á þá alla 4 sem voru einu sinni þarna ... ekki mér að kenna að þeir séu peningalausir eða einfaldlega farnir

Rebbý, 16.7.2009 kl. 19:14

2 identicon

Þú ert life-safer á pökkunarvaktinni og þessi geiðskipaferðamáti okkar á morgun verður örugglega spennandi, á reyndar örugglega betur við okkur hitt nafnið á farartækinu sem er Strumpastrætó

Má ég annars koma með á keeper myndina?  skal halda á þurrkukassanum með því skilyrði að ég fái að nota þær líka

Snjóka (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 23:12

3 Smámynd: Rebbý

Strumpastrætó er svo þið !!!

Rebbý, 17.7.2009 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband