Frábærar fréttir

"Þetta verður dálítið kalt", sagði konan þar sem hún makaði geli á sónarhausinn. Ég lá á bekknum og beið. Shit. Hún var ekkert að ljúga neinu, gelið var ískalt en sem betur fer fljótt að hitna. Konan lagði aðra höndina létt á mig og beitti skannanum af mikilli kunnáttu. Eða það held ég alla vega. Ég kann auðvitað ekkert á svona tæki og veit ekkert hvernig á að bera sig af. Allavega þá ýtti hún skannanum til og frá, að því er virtist til að hitta á góðan stað. Aðeins upp. Aðeins niður. Aðeins til hægri. Aðeins til vinstri.

Ég reyndi að liggja grafkyrr og slaka á. Það var mín aðstoð í þessu máli. Ekki mikið meira sem ég gat lagt til, ja nema auðvitað vera þarna. Ég gjóaði augunum á skjáinn en gat svo sem ekki greint neitt. Fyrir mér var þetta bara næstum svartur skjár með einhverjum gráum og hvítum flyksum hingað og þanngað. Hvað ef hún fyndi nú ekki neitt? Hvað ef það væri nú ekki allt í lagi? Af hverju var hún svona alvarleg á svipinn?

Ég andvarpaði, lokaði augunum augnablik. Slaka á. Það skiptir máli. Ekki verða stressuð. Ég opnaði augun aftur og leit aftur á skjáinn. Ég get ekki skilið að einhver sjái útúr þessum klessum en konan rýndi einbeitt á skjáinn, Hnikaði tækinu aðeins til. Ýtti á takka hér. Ýtti á takka þar. Virtist vera sátt. Allavega enginn skelfingarsvipur.

Hún ýtti á einn takka enn, leit létt til mín og kinkaði kolli. Skyndilega barst hljóð um alla skoðunarstofuna. Greinilegur og nokkuð ör hjartsláttur. Ja, hérna. Nokkuð falleg hljóð hugsaði ég og naut þess að hlusta á öruggan taktinn. Búmmm Búmmm. Búmmm Búmmm. Búmmm Búmmm.

Enn rýndi ég á skjáinn og reyndi að finna eitthvað á skjánum. Eitthvað sem gæti gefið til kynna hvað snéri upp og niður. En græddi svo sem ekkert á því. Konan hélt áfram að skanna með sónartækinu. Stoppa. Mæla. Á meðan dundi hjartslátturinn um og ég var að spá hvort ég gæti kannski fengið upptöku með mér heim. Ég skil hjartslátt þó að ég skilji ekki sónarmyndir.

Svo var konan allt í einu ánægð, allt búið. Hún slökkti á sónartækinu og rétti mér pappír til að þurrka af mér gelið. Ég þurrkaði mér og stóð upp af bekknum. Klæddi mig aftur í fötin. "Þetta lítur allt ljómandi vel út! Við fyrstu skoðun allavega!", sagði konan glaðlega og bætt svo við: "Læknirinn mun svo fara betur yfir myndirnar með þér en þetta lítur vel út". Ég gekk brosandi útí sumarið. Það er ekki amalegt að vita að allt liti vel út og niðurstaðan er að ég hef afspyrnu sætt hjarta sem hljómar bara sérstaklega. Eiginlega sé ég bara eftir að hafa ekki fengið sónarmynd af hjartakrílinu mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 13.7.2009 kl. 19:07

2 Smámynd: Rebbý

Rebbý, 13.7.2009 kl. 19:13

3 identicon

Sjúkk ma'r

Bibba (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 10:06

4 Smámynd: Einar Indriðason

Hvenær ertu sett.... hmm... Óh.  (memo to self:  Það þarf að lesa Vilmu alltaf, alla leið.  Síðustu setninguna líka.  Og þá næstsíðustu.)

Til lukku :)

Einar Indriðason, 15.7.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband