11.7.2009 | 22:54
Sennilega sumarfrí
Ég er komin í sumarfrí. Sennilega. Allavega notaði ég föstudaginn til að taka til á borðinu mínu, skrá sumarfrí á mig á hinum ýmsu stöðum í fyrirtækinu, stilla "out of office". Semsagt gekk frá eins og ég kæmi ekki aftur lengi... lengi...
"Hafðu það gott í sumarfríinu...", kallaði Bibba á eftir mér og bætti svo við: "sjáumst svo í næstu viku þegar þú kemur aftur að vinna..." Svo hló hún eins og hún væri voða sniðug. Ég gekk út í góða veðrir og glotti. Vitandi það að það er bara alls ekki ólíklegt að ég verði köluð inn í eins og eitt vikuverkefni. Bara alls ekki ósennilegt.
Sumarfríið er búið að vera einn allsherjar hausverkur. Og þá aðalega að finna tímann fyrir það. Ég átti inni átta vikna sumarfrí. Það þarf að reyna að láta þetta passa við sumarfrí strákanna í hópnum mínum, við erum 4 manna teymi sem skiptir með sér þjónustu og verkefnum í "kerfinu" okkar. Þeir voru sneggri en ég að bóka allan júlí og fram í ágúst.
Og þar sem það áttu að vera gangsetningar í Ástralíu var frekar hæpið að skilja allt eftir með bara bakvakt. Svo ég og líffræðingurinn skipulögðum allt sumarfríið í kringum þetta. 3 vikur í Ágúst var niðurstaðan. En þá bættust við mikilvægar gangasetningar á Íslandi í öðru kerfi. Úbbbssss, akkúrat á sumarfrístímanum og enginn annar sem getur tekið svo það var byrjað að pússla uppá nýtt. Svo frestaði ástralía sinni gangsetningu líka fram á tímann sem við áttum að vera í fríi. Allt komið uppnám. "Þetta verður bara sumarið sem klúðraðist... ", stundi líffræðingurinn með skeifu.
En eftir heilmikla snúninga varð úr að hann fór í 4 vikna frí í júlí. Ég tek þrjár vikur núna í júlí, en passa líka uppá bakvaktina og sinni akút þjónustu í kerfinu okkar. Svo tek ég eina viku í miðjum ágúst. Á fimmtudaginn bættist svo við stórt greiningarverkefni sem þarf að öllum líkindum að vinnast strax. Átti ég einhvern möguleika að koma inn aftur og sinna þessu? Bara svona vika? Þetta kemst allt á hreint fyrri part næstu viku. Þanngað til er ég komin í sumarfrí. Og kannski er ég komin í sumarfrí í þrjár vikur. Það þýðir að ég næ jafnvel að eyða fjórum af þessum átta vikum sem ég átti inni. Hvað á ég svo að gera við hinar fjórar?
Ég og prinsinn ákváðum að nota þennan fyrsta sumarfrísdag bara eins og á að gera... við að gera bara ekkert, nema þvælast, fá okkur ís. Komum við og heimsóttum kisur og fugla hjá kattadómaranum. Núna sit ég og hlusta á Indecisión og fleiri góð kólumbísk lög. Svona á sumarfrí... er á meðan er...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Ooooo. Öööööfunda ykkur :)
Bibba (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.