Sushi grill...

"ístertur í þessari stærð eru seldar sem fyrir 24!", tilkynnti Bibba okkur og setti upp smá svip um leið. Ég gjóaði augunum á eftirréttinn minn sem beið í fati. Já, svo sannarlega var fatið stórt. Já, svo sannarlega var það yfirfullt af gúmmulaði. Úbbss, kannski svolítið mikið. Sérstaklega með tilliti til óvænta eftirrétarins sem Valdís kom með og beið í fati á næsta borði. Ég brosti útí annað. Þetta var nú ekkert eðlilegt lið í mat heldur, við yrðum bara að sjá hvar þetta endaði.

Eftir 40 mínútna eftirrétta át er bara pínu pínu lítið eftir af opinbera eftirréttnum úr stóra fatinu. Ísinn er búinn. Óvænti hnetusmjörseftirréttur Valdísar var meira en hálfnaður. "Fyrir 24 sagðiru?", spurði ég Bibbu og hélt svo áfram: "Ef Valdís hefði ekki komið með eftirrétt líka hefði þetta bara alls ekki dugað!".

Ef það er eitthvað hægt að segja um okkur félagana í grillklúbbnum þá er það að við tökum til matar okkar. Jebb, við leggjum okkur öll fram um að borða sem mest þegar við hittumst. Enda engin tilviljun held ég að akkúrat þetta fólk er saman í grillklúbb. Við reynum eitthvað að tala um að við erum Concorde forritarar, unnum saman, alls konar skilgreiningar en aðalega er það matarástin sem heldur okkur saman.

Í gegnum árin höfum við komið okkur upp hefðum í annars frekar óformlegum klúbbi. Við hittumst nokkuð oft yfir árið, án þess að það sé einhver regla á því. Við grillum. Svo borðum við opinbera eftirréttinn sem er skylda að hafa. Í kvöld tók ég hinsvegar hliðarhopp. Já, við grillum allan ársins hring. Látum snjó og frosthörkur ekkert stoppa okkur. En núna á hátíma grilla settust grillklúbbfélagar niður og hámuðu í sig heimalagað Sushi sem ég dundaði mér við að útbúa í dag.

Ég hafði svona tilraunaeldhúsdag. Ég prófaði að búa til nýja bita. Ég prófaði nýjar samsetningar. Ég prófaði nýja gerð af fisk. Og vitiði, þetta heppnaðist bara allt. Ég held að ég kunni bara alveg ljómandi vel að útbúa Sushi. Allavega stóð ekki á félugum mínum að renna þessu niður. Meira að segja prinsinn minn sem hefur hingað til bara gjóað augunum á Sushi þegar ég bý það til virðist hafa alveg sama smekk og mamman og borðaði helling.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þannig að það var ekki Daloon dagur í dag?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2009 kl. 00:44

2 identicon

Namm.  Takk fyrir mig.   Þetta var alveg geggjað.
Held að lax og mangó sé líka uppáhalds mitt :)

Bibba (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 09:03

3 Smámynd: Rebbý

ísinn sem ég fékk mér áðan til að slá á eftirréttalöngunina sem kom skyndilega yfir mig þegar þú varst búin að lýsa góðgætinu fyrir mig er bara ekki að duga neitt
þarft að plata næsta gestgjafa til að búa til aðeins meira en þú gerðir og ég kaupi svo afganginn á góðu verði

Rebbý, 8.7.2009 kl. 21:26

4 identicon

þetta var alveg hrikalega gott hjá þér, takk kærlega fyrir mig
Svo frábær vinahópur og við verðum bara að gera þetta fljótt aftur

snjóka (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband