Ökukennsla

Heimasætan er komin vel á 19 ár, believe it or not. Og það skrítna er að hún hefur engan áhuga á að fá bílpróf. Ég varð kvíðin þegar hún varð 16 ára og gabbaði stóra bróðir minn til að taka hana í æfingarakstur. Svo leið tíminn og skottan bað aldrei um að fá að læra.

Svo varð hún sautján. Enn ekkert beðið um að fá læra. Alveg róleg bara. 18 ára afmælið nálgaðist og nálgaðist. Bróðir minn var farinn að vera óþreyjufullur. Ég var farin að velta þessu fyrir mér. "Langar þig ekkert að taka bílpróf?", spyr ég. Skottan hristir kollinn og ypptir öxlum: "akkuru? Ég hef ekkert við það gera... það er ekkert mál að taka strætó". "En væri ekki gaman að geta keyrt?", spyr ég áfram. Hún hlær: "Nei, þá er alltaf einhver að biðja mann um að skutla sér eitthvert..." Og þar við situr. Hún bara hefur ekki áhugann.

En það er annað með prinsinn. Hann er ekki orðinn 10 ára og getur ekki beðið eftir að læra á bíl. Og á fjórhól. Og á mótórhjól. Allt sem er með vél og dekkjum held ég. "Má ég fá krossara?", heyrist gjarnan úr aftursætinu. "Mamma, má ég fá mótórhjól?" "Hvenær má ég læra á bíl?" Endalausar pælingar.

Kvöldið í kvöld var engin undantekning. "Mamma, má ég fá jebba þegar ég er 16 ára?", heyrðist kallað úr aftursætinu í gegnum fagran söng minn. Ég útskýrði að hann mætti byrja að læra á bíl þegar hann væri 16 ára (vonandi vill stóri bróðir sjá um það líka) en mætti fá sér bíl þegar hann væri 17 ára. Þá vildi hann endilega vita hvernig ökukennarinn væri. Hvort ég myndi ekki keyra hann til ökukennarans. Mikill áhugi á þessum máli. Hann endaði svo á því sem er mikilvægast af öllu: "Mamma, ég ætla að bjóða ökukennaranum í afmælið mitt" Já, það er ekki ráð nema í tíma sé tekið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já mér hefur lengi fundist daman skrítin hvað þetta varðar og skil prinsinn svo mikið mikið betur

Rebbý, 6.7.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband