5.7.2009 | 16:16
Afslöppunarhelgin mikla
Ég naut þess að setjast ofan í skærbleikt vatnið og finn hitann mýkja upp alla vöðva. Ég veit bara held ég ekkert notalegra en heitt bað á meðan maður hlustar á tónlist og blaðar í bók. Svo ég tali nú ekki um ef baðið er poppað upp með annað hvort freyðibaði eða baðkúlu frá uppáhaldsbúðinni minni.
Ég get alveg gleymt mér við að skoða þar, pota í, lykta af. Búðin heitir Lush og er algjör lúxus. Ég segi það ef þið hafið ekki prófað freyðibaðið frá þeim sem kemur í föstu formi þá er það eitthvað sem er þess virði að prófa. Elska það. Í alvörunni.
Ég ákvað að nota tækifærið á meðan heimasætan vann og prinsinn var hjá stuðningsfjölskyldunni til að slaka á. Endurhlaða. Og það er ég svo sannarlega búin að gera um helgina. Hef varla farið útúr húsi, bara þvælst um í náttfötunum á milli þess sem ég legg mig eða fer í heit böð. Hreyfing helgarinnar felst í heilmiklum dansi þar sem maður verður nú að nýta barnlausar helgar líka í smá tjútt, og svo í göngutúr dagsins í nokkuð skemmtilegu veðri.
Ég held ég sé dottin niður á góða uppskrift. Fara út að dansa og hrista sig eins mikið og maður getur. Fara samt snemma heim. Vakna eldhress og dúlla sér heima við lestur. Allavega er ég alveg úthvíld og bíð eftir að prinsinn minn komi heim úr ferðalaginu sínu. Hann er einhvers staðar á leiðinni yfir hellisheiðina ásamt ansi mörgum er ég hrædd um.
En aftur að baðinu. Í gær valdi ég fallega bleika baðkúlu með blómum í og þegar ég skellti henni í baðið breyttist vatnið og varð alveg skærbleikt. Og ég meina sko skærbleikt. Það var óvenjugaman að fara ofan í heitt vatnið svona skemmtilegt á litinn. Ég setti uppáhalds tónlistina á og byrjaði á nýrri bók. Þetta er bók sem ég verð að lesa í hlutum. Ég græt og græt. Bókin heitir "áður en ég dey" og fjallar um dauðvona 16 ára stúlku sem þráir ekkert annað en að upplifa venjulega hluti áður en hún deyr. Þó ég sé ekki komin langt (af því ég verð alltaf að hætta þegar ég sé ekki lengur út) veit ég að ég mun þvælast við að klára hana, enda mjög áhugaverð bók.
Og nú sit ég agndofa yfir plánetunni okkar á meðan ég horfi á heimildarmyndina í sjónvarpinu. Úfff, sláandi mynd alveg hreint.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Ég er með þessa bók í bókasafnspokanum mínum! Var einmitt að velta því fyrir mér hvort ég nennti að lesa hana.... Þú mælir sumsé með henni?
Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2009 kl. 16:37
Mér finnst hún í það minnsta mjög áhugaverð, Hrönn, og ætla halda áfram að lesa hana.
Vilma Kristín , 5.7.2009 kl. 17:01
ohh vildi að ég hefði verið jafn gáfuð og þú Vilma að fara heim samferða þér ... ég vakti of lengi og svaf of stutt og það bæði kvöldin og núna held ég bara að ég sé komin í pásu fram að ljónapartýi
Rebbý, 5.7.2009 kl. 18:37
Tvær spurningar:
1) Hvað náðirðu að hlaða mörgum "börum" inn á battery status hjá þér?
2) Hvernig varstu á litinn eftir bleikt bað?
Einar Indriðason, 6.7.2009 kl. 13:39
1. Held ég hafi náð alveg 3 eða 4 börum af fimm mögulegum á statusinn. Sem er ótrúlega gott miðað við mig og miðað við að fara útá lífið bæði kvöldin.
2. Uhhhh, á litinn... Sko á meðan ég var ofan í baðinu var ég ferlega flott bleik og var eiginlega að vona að það myndi endast en varð því miður bara aftur skjannahvít þegar ég skreið uppúr. Frekar fúlt. Kannski ætti ég að prófa að hella festi útí næst...
Vilma Kristín , 6.7.2009 kl. 14:35
Þessvegna varstu svona skemmtilega brosandi í morgun :)
Eru svona baðkúlur ekki eitthvað sem maður pantar í jólagjöf ?
:)
Bibba (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 20:39
Ég var farinn að sjá fyrir mér svona litunaraðferðir ... Bleik Vilma.... Já, næst prófa að setja festi í, til að liturinn festist við þig :-)
Einar Indriðason, 7.7.2009 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.