Limafallssýki

Líffræðingurinn hefur gaman af því að velta fyrir sér lífinu og tilverunni. Við í vinnunni flettum endalaust uppí honum þegar kemur að líffræðilegum vandamálum og komum yfirleit ekki að tómum kofanum. Í morgun sátum við og blöðruðum á meðan við unnum í sitthvoru verkefninu, svona eins og við gerum svo oft. Og eins og venjulega fór umræðan um víðan völl. Og áður en ég vissi af vorum við komin í sjúkdómadeildina, mjög vinsælt umræðuefni. Nema núna vorum við komin að sjúkdóm sem ég þekkti ekki og líffræðingurinn var að velta fyrir sér. Limafallssýki.

Ég kímdi. "En ég er ekki með lim...", sagði ég svo, svona til að sanna það að ég gæti alls ekki verið haldin þessum sjúkdómi. Svo gerði ég athugasemd um að þetta hljómaði eins og veikindi sem ein pilla af Viagra gæti bara kippt í liðinn. Ég meina nafnið er þannig. Limafallssýki. Limur sem fellur niður. Viagra reddar því.

Líffræðingurinn hló innilega og hristi hausinn yfir vitlausa samstarfsfélaga sínum. Sendi mér svo grein til að lesa um limafallssýki, öðru nafni holdsveiki. Frekar andstyggileg veikindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha ég hefði fallið í þessa gildru líka.....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Rebbý

líffræðingurinn hefur aldeilis fundið fína gildru fyrir okkur allar að falla í

Rebbý, 3.7.2009 kl. 00:04

3 identicon

Mér finnst fyrirlestrar líffræðingsins alveg óhemju skemmtilegir.    Ég er viss um að ef hann væri kennari í framhaldsskóla yrði sprenging í líffræðideildinni í háskólanum.

Biba (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 00:08

4 Smámynd: Einar Indriðason

... "messu-fall" ....

Einar Indriðason, 3.7.2009 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband