1.7.2009 | 22:33
Ertu hvað?
"It might not be obvious but I'm gay!"
Ég stóð og starði á hann. "Ha?" Ég stóð enn og starði. Kattadómarinn endurtók setninguna: "It might not be obvious but I'm gay!" Ég reyndi að missa ekki andlitið. Right. Einmitt. Við skulum bara endilega vera með stórar játningar inní miðjum bíósal. Ég og prinsinn höfðum rétt brugðið okkur fram í hléinu á bíómyndinni. Þegar við komum inn í salinn aftur rétt náðum við að heyra kattadómarann fara með þessar játningar við heimalinginn sem sat bara og brosti útaf eyrum.
Þetta voru stórar fréttir. Ég hlammaði mér í stólinn. Enn agndofa. Ég held að þau hafi tekið eftir svipnum á mér. "Not me! Bruno!", sagði kattadómarinn skellihlægjandi. Oh! Auðvitað! Við höfðum horft á brot úr myndinni um Bruno og þetta var einmitt lína þaðan. Vitlaus ég að fatta það ekki. Ég hló líka. Auðvitað var kattadómarinn ekki með svona yfirlýsingar í miðjum bíósal á miðvikudagskvöldi. Og auðvitað er hann bara alls ekki gay... en Bruno.... hann er gay...
Ég og kattadómarinn áttum deit í kvöld. Planið var að sjá action mynd. Ekki alveg að smekk kennarans en ég var sko meira en til í að kíkja aftur í bíó. Drógum prinsinn og heimalinginn með okkur og áttum bráðskemmtilegt kvöld með dinner og öllu. Ótrúlega kúl.
Ekki nóg með það heldur eigum við kattadómarinn aftur deit fljótlega. Sáum auglýsta fína action mynd sem við viljum alls ekki missa af. Jebb. Við erum svona action gaurar :)
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Ekki besti staðurinn til að koma út úr skápnum. Enginn skápur í bíó :)
Bibba (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 23:19
þú ert nú meiri "gaurinn" Vilma ... hélt að ÞÚ værir að koma út úr skápnum og það bara hreint út sagt fór um mig
Rebbý, 2.7.2009 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.