Róleg kvöldstund í úthverfinu

Ég átti tiltölulega rólega kvöldstund í kvöld hérna í rólega úthverfinu mínu. Ég er reyndar bara nokkuð heppin að hafa samt ekki komið stórslösuð útúr kvöldinu. Í alvörunni.

Jebb, Rebbý ákvað að nota tækifærið að leggja mig í einelti. Við fórum að kaupa nýjan gaskút og stóðum í þvílíkum dílum með því að skipta mörgum tómum kútum uppí fullan kút. Agalega góðar í business. Ég var bara sæl og ánægð og átti einskis ills von þegar hún tók sig til og stappaði á hægri fætinum á mér. Ég gólaði upp yfir mig en reyndi samt að bera mig mannalega. Ok, kannski stappaði hún ekki á fætinum heldur bara steig óvart afturábak og ofan á mig en alveg sama. Einelti og ekkert annað.

Ég var varla búin að jafna mig á mesta áfallinu þegar hún sló í lærið á mér. Ég harkaði af mér. Ég ætlaði ekki að gráta. Svo fórum við að versla matinn. Eitthvað líkaði henni ekki tillögur mínar að mat svo hún ákvað að halda eineltinu áfram og barði mig svo fast í vinstri öxlina að ég vældi undan henni. Nú var ég bæði hölt og gat varla lyft hendinni.

Ég skipulagði hefndina vel. Stillti Rebbý upp fyrir framan grillið. Lét hana skrúfa á fullu frá gasinu... safnaði því saman í lokið og svo.... Búmm!!! Eldhnöttur skaust úr grillinu og í áttina að Rebbý sem kom sér fimlega undan. Þetta kennir henni að "messa" ekki í mér. Aha!

Svo tók bara við hefðbundið kvöld. Vatnsstríð með grasúðaranum við nágrannann. Byggingarpælingar með sama nágranna. Prinsinn og viðhengið hans skemmtu sér svo konunglega í garðinum við að dansa í vatnsúðanum... Nágrannarnir stóðu hjá og hristu hausinn. Kettir um allt, gólandi rennandi blautir krakkar.

Skrapp svo í óvænta óvissuklippingu til mömmu heimalingsins. Þvílíkt heppin að detta í stólinn hjá henni. Bara til að reyna endanlega að ganga frá Rebbý. Jebb, fyrst nuddaði ég öllum mínum fjórum köttum upp við hana... ja, öllum nema Millie. Millie sá alveg sjálf um að nudda sig upp við hana. En ef það var ekki nóg til að kæfa Rebbý sem þjáist að katta og hundaofnæmi, þá ákvað ég að draga hana með í óvæntu klippinguna. Þar kynnti ég hana fyrir 5 köttum í viðbót og hundi. Jebb... hún er sko búin að læra að abbast ekki uppá mig! Aha!

Nú ný klipping kallar á litun á hári svo ég dreif mig í að lita hárið þegar ég kom heim. Hálfnuð með að bera í mig litinn var dinglað. Ekki heppilegur tími í heimsókn svo ég lét heimalinginn taka skilaboð. Júbb, óvæntur óvissuhúsfundur. Svo ég dreif mig út með litinn í hárinu og tók þátt í húsfundinum sem var við plastborð úti á stétt. "Kemurðu bara með litinn í hárinu?", spurði ein nágrannakonan og hló. Hvað annað á maður að gera þegar það er óvætnur óvissuhúsfundur klukkan ellefu um kvöld og maður er í miðju kafi að gera sig upp? Fer út með litinn í hárinu. Svo stendur maður úti á stétt á meðan nágrannarnir fá sér rauðvínsglas og mælir veggi og vonar að hárliturinn renni ekki alveg útum allt.

Eftir röggsamar ákvarðanir og mælingar á óvænta óvissuhúsfundinum fór ég inn og mælti mér mót við kattadómarann. Við ætlum á Transformers. Aftur. Hér ríkir Transformers æði og því til heiðurs liggjum við nú öll í hrúgu, ég, prinsinn, heimasætan, heimalingurinn og sætukoppur og gónum á Transformers 1. Rólegt kvöld að verða liðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

ps. bara svo það sé á hreinu þá vorum við Rebbý ekki að slást... þetta var alveg óvart..

Vilma Kristín , 30.6.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

En liturinn? Hvernig fór með hann?

Hrönn Sigurðardóttir, 30.6.2009 kl. 23:38

3 Smámynd: Rebbý

gleymir alveg að telja upp slagsmálin og orðaskiptin við afgreiðslukassann ... strákgreyið er örugglega ennþá í áfallahjálp eftir að horfa á okkur slást þar (og það voru alvöru slagsmál þó engin séu glóðaraugun)
áttir reyndar bæði höggið í lærið og höggið í handlegginn skilið fyrir lætin sem voru í þér í bílnum og búðinni ...  grillið var þó gott þrátt fyrir hárleysið mitt

en já ... 9 kettir og 1 hundur á einu kvöldi ætti að vera nóg en ég toppaði það með einni loðinni kanínu á leiðinni heim svo ég er varla með meðvitund lengur

Rebbý, 30.6.2009 kl. 23:42

4 Smámynd: Vilma Kristín

Hey Hrönn, liturinn varð svona agalega fínn... svo nú er ég með óvæntu óvissuklippinguna og óvissulitinn. Það var nefnilega bara til einn kassi með háralit í búðinni. Ekkert val, sem er jákvætt þá er enginn valkvíði. En ég held að ég geti alveg mælt með húsfundi og mælingum á meðan maður lætur litinn vinna. Mikið meira spennandi en að sitja bara á hárgreiðslustofu.

Rebbý... úff, já... slagsmálin í búðinni. Ég held ég fari aftur á morgun bara til að segja krúttinu á kassanum AFTUR að ég sé ekki vitlaus... bara ekki...

Vilma Kristín , 30.6.2009 kl. 23:48

5 identicon

Hmmm hvernig fór með fótbrotið góða??? Kattardómarinn er ekki búinn að sjá Transformers 1, er það í lagi?

Hrund (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 11:59

6 Smámynd: Einar Indriðason

Sko, ég segi það enn einu sinni... það þarf að hafa kvikmyndatökulið með þér, þegar svona ævintýri gerast!

Ég vil sjá raunveruleikaþáttinn um Vilmu!

Einar Indriðason, 1.7.2009 kl. 12:35

7 Smámynd: Vilma Kristín

Það er örugglega skemmtilegra fyrir kattadómarann að hafa séð Transformers 1, hann getur fengið hana lánaða hjá prinsinum sem á hana í ótrúlega cool Transformers hulstri.  En svo er líka bara allt í lagi að sjá beint númer tvö...  hann mun ná innihaldinu :)

Vilma Kristín , 1.7.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband