28.6.2009 | 23:08
Ég er bara ég...
Ég sat fremst á brúninni. Spennt. Alveg að tapa mér. Ég hallaði mér aðeins yfir að næsta sæti. Prinsinn hallaði sér á móti. Við skiptumst á að fá okkur popp úr stóra pokanum sem við fengum okkur saman. Við drifum okkur semsagt í bíó í dag. Transformers. Ekta strákamynd. En ég skemmti mér konunglega. Hasar og húmor. Ekki leiðinlegt að eiga fínan dag með prinsinum mínum.
Ágætis uppbót fyrir daginn í gær sem hvarf á meðan ég lá uppí rúmi og reyndi að láta hausverkinn hverfa. Á meðan tóku heimasætan og sætukoppur stjórnina og fóru útí búð, elduðu og vöskuðu upp og allt. Heimasætan er svo sannarlega spennandi kokkur og galdraði fram bestu hamborgara sem ég hef nokkru sinni smakkað... og sko bjó þá til og allt.
Núna... sofa... og takast á við enn eina vikuna... veiii...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
já það hefur verið rætt áður að unglingarnir þínir eru bara yndislegir .... hlakka til að koma í mat til heimasætunnar síðar, hún allavega lærði af þeirri bestu matarást mikil sem ég ber til þín ......
jákvæð vika að hefjast og núna tökum við hana með trompi
Rebbý, 28.6.2009 kl. 23:26
Transformers.
Kannski ég prófi hana næst. Við Ásgeir fórum á Hangover. Ég skemmti mér ágætlega en Ásgeiri fannst hún vitlaus :)
Bibba (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 23:29
He, he, Bibba. Ég ætla að prófa Hangover næst... vona að hún sé pínulítið vitlaus..
Vilma Kristín , 28.6.2009 kl. 23:43
eina sem mér dettur í hug hérna er bara "þú ert bara þú"
Snjóka (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 23:55
Þið hefðuð átt að bjóða Aliosha með á Transformers, hann langar svo að sjá hana en ég harðneita!
Hrund (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.