27.6.2009 | 01:00
Ég á eftir að verða fræg...
Ég er að segja ykkur það. Ég er misskilinn. Misskilinn snillingur. Og þið kunnið ekki að meta mig. Í alvörunni. Allavega sumir... Ég held að ég eigi einhvern daginn eftir að verða frægur tónsmiður. Ég hef lengi vel æft mig í að útsetja lög, við misjafnar undirtektir heimasætunnar sem stundum skælir á meðan ég syng mínar eigin útgáfur af frægum lögum. Nú er ég farin að færa mig uppá skaftið að semja mín eigin lög. Æfi bút og bút. Og mér finnst að fólk eigi bara að vera þakklátt. Hrósa mér.
En nei. Ég fæ kvartanir á kvartanir ofan. Að ég sé bara að útbúa skrítin hljóð. "Tikkkki tikkki tikkki tikkk ahhhhhhhh ahhhhhhhh" á bara víst eftir að slá í gegn í einhvern daginn og þá verð ég fræg. Rebbý fór hinsvegar yfir strikið í kvöld þegar hún líkti mér við Sigurrós. Sigurrós! Þvílík móðgun! Hver vill hljóma eins og þeir? Mín tónlist er sko mikið flottari. Mikið. En þetta er allt í lagi. Þegar ég er orðin fræg og rík og lögin mín hljóma undir í útvarpinu þegar við kíkjum á rúntinn ætla ég að hnippa í hana Rebbý og segja: "SKO! Ég sagði þér það...."
Skemmtilegast við þetta allt saman er þó að heimasætan er farin að myndast við að útsetja lög líka eins og ég. Stundum vinnum við saman og útsetjum í sameiningu á meðan sætukoppur situr og grettir sig. Segir eitthvað á þá leið að við séum að væla kannski. Og ég verð að segja, hún er mjög efnileg daman. Saman gætum við orðið brjálæðislegt dúó!
Nú er klukkan hinsvegar orðin eitt. Ég ætlaði snemma að sofa. En svo fékk ég frábæra heimsókn frá frábæra stóra bróðir mínum og konunni sem hann veit ekki alveg hver er. Og við prinsinn skelltum okkur svo á rúntinn með Rebbý. Enduðum á að sækja unglingana og skoða Hafnafjörð. Svo náði ég að sinna útkalli í vinnunni rétt fyrir miðnættið á meðan við "brunuðum" niður laugarveginn. Frábært kvöld... og ég skil bara ekki að klukkan sé orðin eitt. Hvað er í gangi hérna?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
sko VILMA mín ... "Tikkkki tikkki tikkki tikkk ahhhhhhhh ahhhhhhhh" var svosem ágætt lag en "ohhhhhhahhheeeeeeeeeeehhíhhhhhhh!!!" var það ekki
nokkur frumsamin brot sem komu milli vinnusímtala hjá þér á rúntinum í kvöld og gott ef þú tókst ekki smá sýnishorn fyrir manninn í símanum sem var snöggur að leysa vandann (ef lausn fannst þá einhvern tíman)
takk fyrir skemmtilegan rúnt í kvöld og drífðu þig í bólið það er strangur dagur á morgun
Rebbý, 27.6.2009 kl. 01:19
Uhh, bara svo við höfum það á hreinu... ég leysti sko vandann fyrir manninn í símanum... það voru sko réttindin eins og ég sagði allan tíman... Ég er svo KLÁR að það er ekki fyndið. Það þarf snilligáfu til að ná heilu tölvukerfi upp á meðan maður dúllar sér á laugarveginum.. og syngur fyrir tæknimanninn... he he he
Vilma Kristín , 27.6.2009 kl. 01:36
Hef grun um að það sé bara ágætt mál að það er bannað að syngja....
Bibba (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.