26.6.2009 | 01:07
Vika hinna löngu kvölda...
Veit ekki alveg hvað er í gangi þessa vikuna. Allavega eru kvöldin eitthvað óvenju löng. Og ég meina löng. Og að sama skapi eru næturnar stutta. Mjög merkilegt allt saman.
Fyrir tveimur kvöldum síðan fór ég fyrst að taka virkilega eftir þessu. Kvöldið leið svona svipað og venjulega. En hélt svo bara áfram að líða og líða og líða. Ótrúlega mikið sem ég gat aðhafst. Ekkert að viti auðvitað, frekar en venjulega. Endaði með að planta mér í sófann og gefa mér góðan tíma til að horfa á heila bíómynd. Já, heila! Stóð upp eftir myndina... ætli það væri kominn tími til að halla sér? Fékk nærri áfall þegar ég sá að klukkan var orðin rúmlega þrjú og ég átti að vakna klukkan sjö. Hmmm... dæmi sem gengur ekki alveg upp fyrir manneskju sem þarf sinn svefn sko.
Alveg ákveðin að fara snemma að sofa næsta kvöld eftir langan og erfiðann dag hélt ég inní kvöldið. Húsfundur, barnastúss, tölvuhangs, sjónvarpsgláp. Og allan tíman starði ég á klukkuna. Snemma í bólið, muna það. Svo varð klukkan tíu og ég sannfærði mig um að þrátt fyrir bara 4ja tíma svefn nóttina þar á undan væri allt allt of snemmt að fara í bælið. Kvöldið ungt og ég glaðvakandi. Klukkan varð ellefu og ég þurfti ekki að rökræða lengi við sjálfa mig til að sannfærast um að það væri ekkert sniðugt að fara alveg strax í rúmið. Bíða til hálftólf.. það væri tíminn.
Klukkan hálf tólf hringdi formaður vor alveg óvænt. Hann var líka glaðvakandi og í spjall stuði. Við tvö getum verið alveg ferlegir blaðrarar! Alveg ferlegir! Svo við blöðruðum og blöðruðum um alla heima og geyma. Ég enn alveg með á því að fara snemma að sofa. Jebb, jebb, jebb. En ég var bara svo vakandi og það var svo gaman að hafa einhvern að tala við, einhvern skemmtilegan sko... að áður en við vissum af var klukkan orðin hálfeitt.
Ég lagði á og leit á klukkuna á símanum. Úbbss... er hálf eitt ekki enn snemma? Varð steinhissa við að sjá að mín biðu tvö skilaboð. Greinilega fleir en ég sem hafa löng kvöld og dunda sér þá við að senda sms. Stóri bróðir minn tilkynnti að hann væri á tónleikum með Mosa frænda... how cool is that? Og skrítin skilaboð frá kennaranum sem vildi vita hvort ég væri vakandi.
Auðvitað var ég vakandi. Glaðvakandi. Og fyrr en varði hringdi hún í mig. Ný lent á landinu og læst úti. Úbbasíííí. Við verðum að redda því. Svo ég ákvað að bíða eftir að hún kæmi til að sækja auka lykla til mín. Ekki hægt að hafa kennarann á tröppunum, læstan úti. Ég var hvort sem er ekkert á leið í rúmið. Kvöldið ungt og allt það... löngu hætt að hugsa um hvað væri snemmt og hvað ekki.
Í dag var ég svo harðákveðin! Snemma í rúmið. Ekkert annað kemur til greina. En það átti auðvitað eftir að breytast, enda sit ég hér rúmlega eitt... enn glaðvakandi. Í þetta sinn fékk ég óvænta heimsókn uppúr klukkan tíu. Snjóka birtist allt í einu í stofunni og bauð mér og prinsinum í bíltúr. Við góndum á sólina og fannst eins og klukkan væri bara ekki neitt. Báðar ákveðnar í að fara snemma að sofa. Eftir bíltúrin bauð ég henni inn... gleymdi að bjóða henni veitingar hinsvegar (sorry)... en bauð í staðinn uppá spjall um lífið og tilveruna og tölvubransann.. allt nátengt. Og viti menn. Smá blaður og klukkan er orðin eitt. Hvað er í gangi?
En annað kvöld ætla ég snemma að sofa... for sure...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Þurfum oftar svona spjall, óþolandi að þurfa að sofa svona á sumrin og hvað þá að vinna
Verst að ég er bara ekkert syfjuð núna
Snjóka (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 01:37
já það er undarlegt hvað það þarf lítið að sofa á svona björtum nóttum...
Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2009 kl. 08:20
Elsku Vilma mín, ég er mjög þakklát fyrir það að þú ferð svona seint að sofa, þú bjargaðir mér alveg!!!
Hrund (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 19:56
Alveg kannast ég við þetta vandamál í mínu lífi. Það einhvernveginn kemur ekki nótt.
Bibba (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.