u - beygja

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta sumar. Enn sem komið er er það ekki að gefa mér mikið. Og ef þetta fer ekki að breytast verð ég alveg búin á því þegar haustið kemur.

Rúna mín er búin að þurfa að fara tvisvar á verkstæði með tilheyrandi kostnaði í mánuðinum. Síminn er okkar er bilaður. Afleiðingar óknytta prinsins og vina hans halda okkar í helgreipum, við náum ekki að fara í nein ferðalög fyrr en við vitum hversu hár reikningurinn kemur - öllum sumarfríshugleiðingum frestað. Í framhaldinu er ég komin uppá kant við nágrannanna, alltaf gaman að því eða þannig. Prinsinn fékk svo heilahristing, þótt ég væri alveg búin að leggja blátt bann við slíkum uppákomum.

Í dag var ég svo í jarðarför að kveðja vinkonu mína úr kattaheiminum. Konu sem féll frá langt fyrir aldur fram. Það verður bara að viðurkennast að ég á erfitt með jarðarfarir, ég kem einhvern veginn alltaf úrvinda úr þeim. Þreytt og búin á því. Fékk svo áminningu um að lífið heldur áfram þegar ég var boðið á einkahúsfund með stjórn húsfélagasins í kvöld. Eitthvað til að hlakka til eða ekki.

Ég er búin að ákveða að þetta er dagurinn sem sumarið tekur u - beygju og héðan í frá mun allt ganga okkur í hag (maður má vona...).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já maður verður að halda í vonina þegar svona erfiðir tímar eru í gangi ....
gangi þér vel á húsfundinum ... vona að prinsinn jafni sig enn og aftur og samhryggist aftur vegna vinkonu þinnar

Rebbý, 24.6.2009 kl. 20:52

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æjæjæj.... erfitt.... vona að prinsinn þinn jafni sig og votta þér samúð mína vegna vinkonu þinnar úr kattaheiminum.

Mundu bara að einnig þetta líður hjá

Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2009 kl. 21:11

3 identicon

Held að leiðin liggi bara upp á við,  verður að láta mig vita hvað kemur út úr þessum húsfund

Snjóka (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband