21.6.2009 | 21:56
Af hverju mótmæla?
Eftir fjörugt laugardagskvöld með stelpunum vaknaði ég ótrúlega spræk. Fyrst lá ég smá stund í rúminu og beið eftir að finna fyrir þynnkunni. Á endanum gafst ég upp, andvarpaði og stökk fram úr rúminu. Fyrst ég var ekki þunn var engin ástæða til að hanga í rúminu.
Ég var hins vegar einbeitt í því að hafa rólegan dag. Í því felst að vinna engin húsverk, gera ekkert í garðinum. Slaka bara á. Chilla. Play it cool. Þið náið málinu. Í svona rólegheitum felst aftur á móti að hanga í tölvunni, góna á sjónvarpið, mala í símann (aðalega til að ná sögunum uppúr hinum stelpunum) og hanga með vinum sínum. Og með það í huga drifum við prinsinn okkur í bíltúr með Rebbý seinni partinn.
Talandi um Rebbý og bílinn hennar. Einhverjir muna kannski eftir því þegar ég kenndi henni að stilla klukkuna í bílnum hennar. Núna síðustu helgi var ég að kenna henni alveg nýtt. Ég fékk bílinn lánaðann til að skreppa smá spotta. Hlammaði mér í sætið og stillti sætið. Ég er lágvaxinn og þar af leiðandi kann ég trikkin til að stilla sæti. Svo ég "pumpaði" sætið upp svo ég sæi út. Rebbý var steinhissa þegar hún settist aftur í bílstjórasætið: "Hey, ég sé húddið á bílnum!", skrækti hún. Ég hló og ætlaði ekki að trúa að hún hefði ekki vitað þetta væri hægt. Alltaf gaman að kennar fólki á bílanna þeirra.
En þarna vorum við seinni partinn í dag, í bíltúr. Með prinsinn í aftursætinu. Leið okkar lá í miðbæinn. Prinsinn þekkir nú orðið miðbæinn nokkuð vel og þó aðalega af einni ákveðinni ástæðu. "Mamma, erum við að fara að mótmæla?", heyrðist úr honum í aftursætinu og tónninn í röddinni var nokkuð mæðulegur. "Nei, ástin mín ekki núna...", svaraði ég. Hann þagði smá stund og virtist vera að hugsa. "Mamma eru engin mótmæli núna?" "Nei, ekki akkúrat núna", svaraði ég, eins þolinmóð og ég gat verið. "Mamma... fær maður peninga við að mótmæla?", hélt hann áfram að spyrja. "Nei", svaraði ég og hélt svo áfram: "maður fær ekki peninga fyrir að mótmæla" "Afhverju þá mótmæla?", spurningarnar virtust aldrei ætla að enda. Ég gerði mitt besta til að útskýra á einfaldan hátt af hverju fólk mótmælti á virkan hátt. Endaði á að segja: "Ef maður er ekki ánægður mótmælir maður!". Nokkuð ánægð með mig að hafa náð að koma þessu á framfæri.
Prinsinn þagði augnablik og sagði svo: "Mamma, af hverju verðuru þá ekki bara alltaf ánægð... þá þarftu ekki að mótmæla!" Einfalt, ekki satt?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Ertu nokkuð orðin of virk í mótmælum? :-) það má lesa það úr orðum prinsins....
Einar Indriðason, 22.6.2009 kl. 12:07
yndislegir gullmolar sem komu í þessum bíltúr, en ég man best eftir því hvert þú ferð til að hvíla þig
Rebbý, 22.6.2009 kl. 19:52
Hann er vitur hann sonur þinn :)
Bibba (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.