21.6.2009 | 03:07
Það er fótur í mér... og ég er með fótasósu í maganum!
Í kvöld er ég búin að brjóta nokkrar grundvallarreglur. Ein af þeim er að blogga þegar ég kem heim af "djamminu". Það er alveg bannað. Sérstaklega þegar er fótur í mér. Ég hef nefnilega ekki góða reynslu af því að blogga þegar hausinn er ekki alveg sprækur. Aha. Svo eftir síðasta skipti... þegar ég bloggaði og skyldi eftir eitthvað sem leit út eins og sjálfvígsbréf... allavega kveðjubréf til heimsins setti ég mér þá reglu að blogga ekki eftir að hafa smakkað áfengi. Þá reglu er ég að brjóta núna.
Ég á líka aðra reglu, sem líka snertir áfengi. "Hey! Vilma má ekki drekka eftir miðnæti.. þá breytist hún í FROSK!", sagði Snjóka höstum tón við nagladömuna sem gerði sig líklega til að gefa mér sopa að bjórnum sínum. Ég hló og tók sopa. Til hvers eru reglur nema til að brjóta þær? Enda átti ég eftir að brjóta þessa "Ekki drekka áfengi eftir miðnæti" reglu mína aftur áður en ég fór heim. En bara ti að bjarga vinkonum mínum. Jebb, ég fórna mér fyrir hópinn.
Í kvöld var nefnilega stelpukvöld hjá kisustelpunum. Við hittumst snemma og erum búin að vera lengi að. Við erum búnar að hlægja... og hlægja og hlægja. Það er eitt sem hægt er að bóka í þessum hóp. Það hlegið. Það er hlegið hátt og innilega. Aðalega hlægjum við að hverri annari. Í þessum hóp þýðir ekkert að vera hörundssár. Neibb. Hér er allt dregið fram í dagsljósið og notað í brandara.
Svo eftir góða máltíð, heilmikið mas, enn meiri hlátur, dans, er ég komin heim... þreytt en sæl.
(Fótur í mér = drukkin)
(fótasósa = það er fótur í sósunni = þetta er þokkalega sterk sósa)
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Snilldarkvöld
Snjóka (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 03:09
skemmtilegt orðatiltæki - það er fótur í mér
vona að þú verðir hress í dag eftir fótinn
Sigrún Óskars, 21.6.2009 kl. 10:39
Gremlins! Hvernig verðurðu ef þú lendir í rigningu eftir miðnætti? Eða var það "fær sér snarl eftir miðnætti"?
Einar Indriðason, 21.6.2009 kl. 11:20
Verðurðu þá græn í vinnunni á morgun froskur ? Kvakk, kvakk
múhahahaha
Bibba (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.