Hver verslar bíla um miðja nótt?

Það kom okkur nokkuð í opna skjöldu að sjá allt uppljómað í ágætu bílaumboði hér í bænum þegar við brunuðum fram hjá klukkan tvö á aðfararnótt laugardags. Þarna vorum við bara á góðu róli eftir skemmtilega kvöldstund þegar við rákumst á þessa óvæntu sýn. Já, allt uppljómað og það betra var, fólk inni!

"Are they open now?", spurði kattadómarinn mig furðulostinn. Ég hristi kollinn. Það getur ekki verið. Ég meina, það seljast engir nýjir bílar á Íslandi þessa dagana, sérstaklega ekki svona lúxusbílar eins og voru þarna til sölu. Það er tæplega þörf á að hafa opið um miðja nótt. Er það? Svo rann upp fyrir mér ljós. Auðvitað! Það er bara ein skýring á þessu og ég gat ekki beðið eftir að deila henni með kattadómaranum.

Já, þarna voru á ferðinni útrásarvíkingar! Engir aðrir! Í alvörunni, spáið í því. Hverjir hafa efni á að splæsa í nýjum lúxusbíl á þessum síðustu og verstu? Og staðgreiða, það fær enginn bílalán núna! Og hverjir er svo óvinsælir núna á þessu landi að þeir geta ekki látið sjá sig útí búð um hábjartan dag, hvað þá í bílaumboði að eyða milljónum? Jú, útrásarvíkingar.

Það kæmist svo sannarlega í slúðurblöðin ef þessir blessuðu víkingar sáust versla bíla hægri, vinstri. Og þarna vorum við kattadómarinn bara í sakleysi okkar þar sem við rákumst á þetta. Ef við hefðum tekið myndir gætum við örugglega selt söguna! En í alvörunni, ég er bara alveg viss... ég sé enga aðra ástæðu fyrir því að bílaumboð að þessari stærðargráðu sé opið um miðja nótt.

Við kattadómarinn vorum hinsvegar að koma úr því sem við köllum "miðsumarævintýri". Seint um kvöld hoppuðum við uppí jebba og héldum af stað. Við lentum í skemmtilegum ævintýrum á ferð okkar uppá Úlfarsfell þar sem við þræddum jeppaslóða sem á köflum var eiginlega ófær. Við komumst meira að segja á tvo toppa, þar sem fína jeppaslóðin nær um allt... og er meira að segja í gps leiðsagnarforritinu.

Við stoppuðum á toppnum og nutum náttúrunnar. Tókum myndir. Heilsuðum uppá fugla. "What is it?", spurði kattadómarinn þegar ég rétti honum hundasúru til að smakka á. "Hundasúra...", svaraði ég þar sem ég þekki ekkert annað nafn yfir þetta fyrirbæri. Gaman að geta fundið eitthvað nýtt fyrir hann að prófa.

Sem betur fer reyndist kattadómarinn svo hinn lunknasti bílstjóri þar sem við festumst þar sem við vorum nærri komin á seinni toppinn. Vegurinn alveg ófær og ekkert annað að gera en að bakka niður. Í alvöru. Bakka. Ég sem get ekki einu sinni bakkað í stæði sat og fylgdist spennt með hvernig hann kom okkur niður aftur.

Þegar niður var komið breyttum við miðnæturferðinni okkar skyndilega í könnunarleiðangur þar sem könnuðum nýja slóða og skoðuðum draugabæi, allt þar til við rákumst á bílaóðu útrásarvíkingana á leiðinni heim. Svo sannarlega óvænt skemmtun á kvöldi sem stefndi í að verða frekar dauflegt! Nú bíð ég spennt að sjá myndirnar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

þú ert bara alltaf að ferðast eitthvað í bílum sem þurfa að bakka niður brekkur ... er þetta eitthvað með þig að gera?
var ánægð að sjá brosið á þér í bílnum þar sem hann er skakkur í brekkunni ... hetjan þú
en hvernig fannst kattardómaranum hundasúran?   fastur liður í salatinu hans á næstunni?
Gott að þetta var skemmtilegt kvöld ... vona að kvöldið í kvöld verði það líka

Rebbý, 20.6.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Vilma Kristín

Heyrðu, kattadómaranum fannst hundasúran bara nokkuð bragðgóð... var ekki alveg að kaupa það fyrst þegar ég sagði að það ætti að borða þetta:) Það var eiginlega svo ekki hægt annað en að brosa, enda náðum við að skemmta okkur alvega ljómandi... þegar myndin er tekin er kattadómaranum nýbúið að takast að snúa bílnum við, annars hefðum við þurft að bakka þarna líka... úhhh...

Vilma Kristín , 20.6.2009 kl. 15:44

3 identicon

Hvað varð um konuna sem ég þekkti einu sinni sem sagðist aldrei ætla að stíga upp í jeppa ?

Bibba (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband