Bílar hverfa...

"Sjáðu þarna eru þrír hvítir bílar í röð... en sætt...", skríkti heimasætan þar sem hún sat í framsætinu við hliðina á mér. Við á leið í miðbæinn að taka þátt í hátíðarhöldum eins og manni ber að gera. Ég gjóaði augunum á bílana og sagði svo bara það fyrsta sem mér datt í hug: "Ef þetta væri Tetris myndu þeir bara hverfa... glúbbbb..."

Heimasætan greip hugmyndina á lofti. "Hey! Já... ", sagði hún og skírkti svo með skrækri röddu: "Glúbbb...." Og þar með hafði leiðinleg bílferð breyst í hina bestu skemmtun. "Nú þarf þessi bara að skipta um akrein og lenda á eftir hinum silfurlitaða... og þá ... glúbb....", æpti heimasætan og benti á bílinn fyrir framan okkur. Ég gerði svo mitt besta til að ná þremur bláum bílum hlið við hlið. Til að ná samstæðu. Það er hægt. Bæði 3 hlið við hlið eða 3 í röð. Glúbb.

"Þið eruð ruglaðar...", tuðaði sætukoppur úr aftursætuni og benti svo spenntur á rauðan bíl sem kom sér fyrir fyrir aftan annan rauðan, nú þurfti bara guli bíllinn þar fyrir fram að hverfa. Yeahhhh! Glúbbbb! Ég segi ykkur það bílaumferða Tetris er óskaplega skemmtilegur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ohh þið eruð svo yndislega spes
luv you all

Rebbý, 18.6.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Einar Indriðason

Bílatetris.... Þú segir nokkuð.  Og þó... Ef þú ferð svo að gera aktíft *blúbb* og láta bílana hverfa... (keyra utan í þá, eða eitthvað slíkt) ... þá ertu aðeins komin of langt... Þá pant fá að vita hvar þú ert, svo ég geti verið í amk 2 póstnúmerum frá :-)

Einar Indriðason, 19.6.2009 kl. 09:23

3 identicon

Góður leikur :)

Bibba (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband