Bestu íslendingarnir

Það er ekkert leyndarmál að 17. júní er bara alls ekki uppáhaldsdagurinn minn. Mér er mein illa við mannfjölda, líður hræðilega illa niðrí bæ þar sem fólkið þrengir að mér og ég fæ köfnunartilfinningu. Svo er ég dauðhrædd um að týna prinsinum mínum innan um allt fólkið. Raðirnar eru of langar. Veitingarnar of dýrar. Erfitt að komast að miðbænum. Enn erfiðara að komast í burtu.

Ég er hinsvegar staðráðin í að láta börnin mín njóta dagsins. Það er því stíf vinna þennan dag hjá mér. Jebb. Ég er ekki bara staðráðin að láta börnin hafa gaman og eiga góðar minningar en jafnframt er ég ákveðin í að við verðum bestu íslendingarnir. Ja, allavega í hópi bestu íslendinganna sem fagna mest þennan frábæra dag.

Og með það í huga var ætt niður í miðbæ Reykjavíkur í dag. Við vorum aðeins of sein á ferðinni og misttum af skrúðgöngunni... Við erum agalega góð í skrúðgöngum sko... syngjum og marserum og allt. Við héldum því bara okkar eigin skrúðgöngu. Prinsinn klæddist stórfenglegri skósíðri svartri skykkju sem flaksaðist til þegar hann gekk. Þar á eftir komu sætukoppur og heimasætan sem spígsproraði agalega sumarleg í ermalausum kjól. Ég rak svo lestina og raulaði á meðan við héldum í átt að miðbænum.

Ég og prinsinn héldum á Arnarhól. Það er mín leið til að fara í miðbæinn án þess að tapa mér í mannfjöldanum. Á Arnarhóli er hægt að finna sér stað án þess að vera alveg ofan í næsta manni. "Ég leitaði bara að stað með fáu fólki á og vissi að þú værir þar...", tísti heimasætan þegar unglingarnir ákváðu að kíkja við hjá okkur. Daman farin að þekkja mömmu gömlu. En þá gerðist hræðilegur atburður. Við prinsinn ákváðum að færa okkur til á hólnum. Dúlluðum okkur við að finna nýjan stað, skoða styttur, kíkja á leikvöll. Það var því liðinn nokkur tími þar til við uppgvötuðum að síminn hafði orðið eftir á fyrri staðnum. Úbbss.... ekki gott. Arnarhóll á 17. júní, fullur af fólki. Og ég hafði skilið símann eftir liggjandi í grasi. Great! Nú voru góð ráð dýr. Hikandi byrjuðum við prinsinn að færa okkur til baka. Glætan að við fyndum síman einhvers staðar. Prinsinn byrjaði að skoppa til og frá. Viti menn! Fyrr en varði hafði hann fundið símann liggjandi inná milli manna. Hvílík lukka sem fylgir þessum dreng... eða þessum degi.. hvað sem er... frábær lukka.

Við létum miðbæjarhátíðarhöldin ekki duga. Stukkum uppí bíl og brunuðum í kaffi til Bibbu sem hafði bakað vöfflur. Vöfflunum fylgdi spjall. Við enduðum svo á að draga Bibbu með okkur á hátíðarsvæðið. Já, ef maður ætlar að verða besti íslendingurinn er ekki nóg að sækja hátíðarhöld í einu bæjarfélagi.

Eftir stutt kvöldmatarhlé og eftir að hafa sótt heimalinginn drifum við okkur á stórskemmtilega tónleika í Kópavogi. Ja, þeir voru allavega eftirminnilegir. Prinsinn gat ekki hætt að brosa eftir endalausar ferðir í hoppukastala og hringekjur. Við komum okkur vel fyrir með Bibbu og Bibbusyni í brekkunni... eftir að Bibba gafst upp sat ég bara sæl og glöð með heimlingnum og bibbusyni og við sungum og dilluðum okkur og skemmtum okkar manna mest á tónleikunum. Já, munið.. ég ætla að verða besti íslendingurinn og þá verður maður líka að skemmta sér betur en hinir. Þegar við keyrðum þreytt heim eftir langan dag hugsaði ég.. kannski er mér ekki bara að takast að láta börnunum finnast dagurinn skemmtilegur.. kannski er ég að ná að snúa sjálfri mér. Svo sendi ég í huganum afmæliskveðju uppí himnaríki til mömmu sem hefði orðið 58 ára í dag, þetta er hennar dagur :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Rebbý

til lukku með mömmu
til lukku með að hafa skemmt þér líka
til lukku með að hafa fundið símann
til lukku með að hafa fengið vöfflur
til lukku með að hafa farið í 2 bæjarfélög að njóta skemmtunarinnar
til lukku með að vera ein af bestu Íslendingunum

já .... til lukku bara með daginn í heild

Rebbý, 17.6.2009 kl. 23:51

3 identicon

Frábært hvað var gaman hjá ykkur  en erum við svo ekki mjög fljótlega að fara aftur í kaffi til Bibbu?  langar í spjall

Snjóka (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 00:18

4 identicon

gleymdi, til hamingju með daginn hennar mömmu þinnar í dag

Snjóka (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 00:19

5 Smámynd: Vilma Kristín

Ó jú... mjög fljótlega aftur í kaffi til Bibbu. Ég er með lítinn prins sem á erindi þanngað...

Vilma Kristín , 18.6.2009 kl. 00:23

6 identicon

Já, mér líst vel á þessa hugmynd hjá ykkur stelpur.  Drífa sig í kaffi ....
Vilma :  Veit ekki alveg hvort þú ert orðin besti íslendingurinn ennþá en þú ert allavega í VIP hópnum :) 
Takk fyrir innkíkkið og samveruna

Bibba (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband