Líf mitt í sjónvarpsþætti

Núna er ég alveg viss. Þetta er pottþétt. Ég er persóna í sjónvarpsþætti. For sure. Pínulítið eins og Truman show. Einhvers staðar er fullt af fólki að horfa á. "Fylgist með í næsta þætti þegar Vilma hefur sig að fífli útí búð...", segir kynnirinn djúpri röddu og með fylgir lítið myndbrot af mér að gera eitthvað að mér... bara pínulítið sýnt til að eyðileggja ekki atriðið alveg.

Ég var að gjóa augunum um daginn á svona amerískan gaman/spennuþátt í sjónvarpinu þegar þetta rann upp fyrir mér. Auðvitað! Af hverju hafði ég ekki séð það fyrr? Ég hlaut að vera eitt af stóru hlutverkunum í svona þætti. Ég meina ég er seinheppin, hellingur af því sem ég tek mér fyrir hendur mislukkast. Og þar sem ég er seinheppin lendi ég oft í spaugilegum atvikum sem fá áhorfendurnar til að flissa.

Svo á ég stóran, fjörugan og fyndinn vinahóp. Fullt af frábæru fólki sem svo sannarlega lífgar uppá hið daglega líf. Ég meina vinirnir eru ansi mikilvægir í svona þáttum. Ansi mikilvægir. Sjáið bara Friends eða Seinfeld. Þar spiluðu vinir sko stórt hlutverk.

En ég er ekki bara skrítin og stundum spaugileg. Nei, ég er líka dramatísk... með eindæmum. Og það verður alltaf að vera smá dramatík með. Svona sem mótvægi við grínið. Og best ef á bak við grínið er svolítið ljúfsárt drama. Gefur þessu svo miklu meiri dýpt.

En það sem ýtti helst við mér voru ástarmálin. Takið eftir í svona myndum. Aðalsögupersónan fær aldrei draumaprinsinn. Það er alltaf bara einhver spenna en þau ná aldrei saman. Það er að segja ef það er draumaprins. Ef það er ekki draumaprins þá getum áhorfendur eytt mörgum klukkutímum í að hlægja að mislukkuðu ástarlífinu. Það er svona á mörkum þess að vera of pínlegt til að horfa. "Nei, hvernig gat hún klúðrað þessu...", veinar áhorfandi og heldur um magnn þar sem hann fylgist með mér segja heimskulegasta hlut í heimi við vinalega manninn sem reyndi að yrða á mig.

Og þar sem ég er sjónvarpsþáttur er ég nokkuð viss hvernig nánasta framtíð verður. Pottþétt áfram ein, því ef það kemur sönn ást inní spilið eða hamingjusamt samband þá er þættinum alltaf "cancelað" fljótlega eftir það. Og vinirnir halda áfram að vera í kringum mig, en þeir verða ýktari og skrítnari eftir því sem á líður. Fljótlega mun koma eitthvað dramatískt fyrir svo áhorfendur fái tár í augun... en það endar samt á fyndinn hátt.

Jebb, ég er sjónvarpsþáttur og bara nokkuð smellinn þó ég segi sjálf frá. Eruð þið að horfa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

er sko þokkalega að horfa ... sit á fremsta bekk meira að segja og reyni ítrekað að aðstoða en það klúðrast samt alltaf ... hvernig er td með námskeiðið mitt??   er þetta ekki árið mannstu?

Rebbý, 17.6.2009 kl. 00:17

2 identicon

júbb er að fylgjast með og pottþétt í þessum fynda og fjöruga vinahóp

Snjóka (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 00:42

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe ég er alveg viss um að ég sá þig/ykkur í "coming soon......" um daginn!

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2009 kl. 01:08

4 Smámynd: Einar Indriðason

Á hvaða rás/stöð ertu?

Einar Indriðason, 17.6.2009 kl. 11:02

5 identicon

Ég er nú bara alveg hissa að þú skulir ekki vera búin að átta þig á þessu fyrr.   Þú ert eini framhaldsþátturinn sem ég get ómögulega misst af :)

Bibba (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 19:13

6 Smámynd: Sigrún Óskars

búin að missa úr nokkra þætti en er komin inn aftur og fylgist með.

Sigrún Óskars, 17.6.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband