Að hrista heilann... einu sinni enn

Þetta er ferlega skrítið. Það er ekki eins og síðustu dagar hafi verið tíðindalitlir. Frekar þveröfugt. Það er heldur ekki eins og þeir hafi verið leiðinlegir. Frekar þveröfugt. Það er ekki eins og ég hafi ekki haft frá neinu að segja. Frekar þveröfugt. En samt, samt, stend ég mig að því kvöld eftir kvöld, að vera bara tóm þegar kemur að bloggi.

Ef ég pakka þessu saman: Selfoss, Akranes, Eyrarbakki, Kópavogur, Snjóka, Hrefna, Magga, Salsa tónlist, rigning, sól, vökunætur, formaðurinn, kerruflutningar, heimsóknir, gestir, góður matur, góðar kökur, prins, frábært kaffihús, verslunarleiðangur, brunch, trúnó, dagblöð, íþróttaföt, heit lúxusbað, blundir, fræðslumyndir, unglingar, kisur og svona til að toppa helgina: heilahrisingur.

Jebb, mikið brallað, mikið sofið, mikið vakað, fullt af skemmtilegu fólki. Fullt af öllu. Dásamleg helgi þar til prinsinum tókst einhvern veginn að krækja sér í heilahristing. Jebb. Heilahristing, einu sinni enn. Í sjötta sinn! Halló? Er einhver að grínast? Hann fékk að fara út í klukkutíma og kom til baka með heilahristing! Í alvörunni? Þetta hlýtur að vera djók...

Við vorum á leiðinni frá Selfossi þegar einkenninn sem ég þekki nú orðið betur en nokkur læknir fóru að gera vart við sig. Með skelfingu fylgdist ég með honum verða hvíai og hvítari. Alveg skjannahvítur. Með bláleitar varir og kaldan svita. "Ég get ekki andað...", stundi hann og hallaði augunum aftur. Steinsofnaði. Og hallaði sér uppað mömmunni sinni. Aumingja karlinn. Þetta er eitthvað sem ekki venst. Bara alls ekki.

Prinsinn eyddi kvöldinu á sófanum undir vökula auga okkar allra. Svaf og kastaði upp til skiptis. Sætukoppur fylgdist rannsakandi með öllu sem prinsinn gerði og heimasætan ýtti við prinsinum reglulega, bara til að tékka. Þegar mér tókst tæplega að vekja drenginn og fékk hann ekki til að segja neitt að viti var mér eiginlega hætt að lítast á þetta. "Hvað heita kisurnar okkar?", spurði ég til að gefa honum færi á léttri spurningu. "Uhhh........ Millie....", stundi náhvítur prins og lognaðist aftur útaf.

Verst er að vita ekkert hvað kom fyrir hann. Vita ekkert hvernig hann krækti sér í þetta. Og nú erum við búin að ákveða að þetta verður í siðasta sinn sem einhver á þessu heimili fær heilahristing. Og ég er ekki að grínast!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta líka ekki bara komið gott af heilahristingi....

Snjóka (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 22:16

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég get alveg skrifað undir þá samþykkt!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2009 kl. 22:25

3 Smámynd: Rebbý

já .. þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði hann með heilahristing og ætla ekki að gera það aftur ... agalegt að sjá litla kútinn svona veikann

Rebbý, 16.6.2009 kl. 07:47

4 Smámynd: Einar Indriðason

:-/

Skal alveg skrifa undir sömu samþykkt og Hrönn.

Einar Indriðason, 16.6.2009 kl. 12:30

5 identicon

Æ greyskinnið.  Gott að þetta er búið..
en ég kannast líka við þetta að vera tóm þegar kemur að bloggi þessa dagana.   Mér finnst meira að segja kannski bara auðveldara að skrifa þegar minna er að gera..

Bibba (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband