10.6.2009 | 21:54
Sumarfrí eða ekki...
Þetta er sumarið sem ætlar að fljúga hjá. Bara þjóta framhjá á meðan ég sit við tölvuna. Jebb. Það er sko ekki sumar núna í Ástralíu og Kólumbíu. Því þykir mönnum þar tilvalið að nota þennan árstíma til að gangsetja ný kerfi. Ég og líffræðingurinn flettum dagatalinu og merkjum inná gangsetningar dagsetningar. Við verðum að vera í vinnu í kringum þær, annars værum við frekar slappt þjónustufólk.
Þar að auki þarf alltaf að vera allavega einn vöruhúsaálfur á vakt í allt sumar og þar sem kollegar okkar voru sneggri að hugsa en við og hverfa á braut allan júlí og fram í ágúst er lítill tími eftir fyrir okkur. "Frábært að þið verðið hér í lok júlí!", kallar sálfræðingurinn og brosir hringir á meðann hann skráir okkur á símavakt. Við setjumst í sætið okkar og flettum dagatalinu. Einhvers staðar hlýtur að leynast smá tími í sumarfrí.
Þar sem ég er ekkert sérlega góð í að taka frí á ég inni rúmar 8 vikur af sumarfríi. Við erum hinsvegar búin að finna 2 vikur sem hentar að við verðum í burtu. 2 vikur þar sem ekki er yfirvofandi gangsetning eða nýbúin að vera gangsetning og það er einhver sem verður eftir á vakt. 2 vikur eru ekki neitt neitt þegar maður á 8 vikur hugsa ég og styn. Tek krappa beygju og ákveð að skella mér 2 daga í næstu viku í frí sem ég fæ ef ég næ að klára verkefnið mitt... en eftir ævintýri og áföll vikunnar sýnist mér allt stefna í vinnu í næstu viku.
Ætli ég verði ekki bara að taka "power" sumarfrí... svona extreme 2 vikur þar sem ég geri ekkert annað en að sofa úti í sólbaði og borða ís þess á milli. Jebb. Geri það. Svo tek ég bara extra gott frí á næsta ári, miðað við þetta stefnir allt í 12 vikna frí þá :)
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Það er spurning um að fara að ræða við sálfræðinginn, man ennþá símanúmerið hans
Manst svo að ég býð þér svo upp á ís í hvert skipti sem þú ert í fríi, til mikils að vinna
Snjóka (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 00:27
Issss. Þú hefur ekkert að gera við sumarfrí. Ég skal baran nota það fyrir þig :)
Bibba (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 08:33
já .. ef þú værir einhver önnur þá myndi ég bara taka fríið fyrir þig .. en þér veitir bara ekkert orðið af nokkrum dögum til að slappa af
Rebbý, 13.6.2009 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.